Vikan - 15.08.2000, Side 20
Texti: Unnur J ó h a n n s d ó 11 i r
áhyggjur. En hegar
orðinn hað alvarlegur
Hvað er svona hræðilegt við að
mistakast? Auðvitað geta
mistök og rangar ákvarðan-
ir verið sársaukafullar og
haft einhvern eftirmála, hvort sem það
er í ástum, fjármálum eða vinnu. En að
gera mistök er ekki hræðilegt, það er
eðlilegt. Við erum ekki fullkomnar og
þurfum ekki að vera það. í rauninni eru
mistökin sem við teljum okkur hafa gert,
ekki síður mikilvæg fyrir okkur en það
sem okkur tekst að gera. Mistökin kenna
okkur hvernig á ekki að gera hlutina og
hvað við eigum að gera næst og hvernig
til þess að ná markmiðum okkar. Ekki
leggja því árar í bát næst þegar þú gerir
mistök. Hertu upp hugann, kona, og
reyndu aftur!
Þú getur lært at místökum
Mistök eru EKKI tímasóun. Þau eru
mikilvægur lærdómur ef við viljum læra
af þeim.
Ef mistök eru tímasóun, hvílík tíma-
eyðsla voru þá hin átján þúsund skipti
sem Edison reyndi að búa til ljósaperu
og mistókst! En Edison leil ekki á til-
raunir sínar sem mistök því eins og hann
sagði sjálfur þá kunni hann að leiðar-
lokum átján þúsund aðferðir um hvern-
ig ekki væri hægt að búa til ljósaperu og
það er nú ekki svo lítill lærdómur.
Enginn verður óbarinn biskup, segir
máltækið. Ef þú átt þér drauma, láttu
þá rætast. Þú ein getur það. Ekki láta ótt-
ann við hugsanleg mistök hefta þig. Þú
þarft ekki að sigra allan heiminn, þú
þarft aðeins að sigrast á ótta þínum. Ef
þú lifir í sífelldum ótta um að gera mis-
tök þá er nokkuð ljóst að þú framkvæm-
ir aldrei neitt sem þig langar til en ert
ekki fullkomlega örugg um að takist.
Hættu að velta því fyrir þér hvað aðrir
munu hugsa um þig ef þér mistekst. Það
sem öðrum finnst um hugsanleg mistök
þín skiptir engu máli heldur einungis
hvaða augum þú lítur þau. Taktu gagn-
rýni ekki persónulega. Greindu á rnilli
þess hver þú ert og þess sem þú gerir.
Lífið er ögrun, ekki ógn
Mundu að góðir hlutir gerast hægt. Þú
sigrast ekki á óttanum á einum degi. Það
getur tekið þig langan tíma að trúa og
treysta á sjálfan þig. Þú verður að læra
að standa og falla með því sem þú gerir
og sem þér tekst eða mistekst. Ef þú fell-
ur, stattu þá upp og reyndu aftur. Þú ert
ekki vonlaus eða ómöguleg þó að þér
verði á. Þú ert bara mannleg og lífið
heldur áfram. Taktu lítil skref í einu til
þess að sigrast á ótta þínum. Því oftar
sem þú gerir hlutina því auðveldari við-
fangs verða þeir. Smám saman verður þú
færari um að takast á við meira ögrandi
verkefni án þess að óttast hræðileg mis-
tök. Sættu þig við að það eru alltaf líkur
á að þú gerir mistök þegar þú tekst á við
eitthvað sem þú hefur aldrei reynt áður
en mundu að þau þroska þig og gera þig
að hæfari manneskju. Lífið á að vera
ögrun en ekki ógn.
20
Vikan