Vikan


Vikan - 15.08.2000, Síða 25

Vikan - 15.08.2000, Síða 25
 noP'fí Bing Crosby og Grace Kelly voru fallegt par í söngleiknuni High Society frá árinu 1956 sem var í raun endurgerð á kvikmyndinni The Philadelphia Story frá árinu 1940. Hin fallega Tracy Lord (Grace Kelly) ætlar að giftast í annað sinn þegar fyrrum eiginmaður hennar (Bing Crosby) skýtur upp koll- inurn og gerir allt vitlaust. I einkalífinu komsl enginn með tærnar þar sem Grace Kelly lial'ði hælana, ekki einu sinni persónurnar á hvíta tjaldinu. Hún varð prinsessa er hún giftist Rainer Mónakófursta árið 1956. Brúðkaup- ið var kallað brúðkaup aldarinnar þar til Díana og Karl Bretaprins giftu sig. Báðar prinsessurnar féllu sviplega frá en hjónaband Grace og Rainers var ástríkt ólíkt hjónabandi breska ríkisarfans og hjarta- drottningarinnar. Elizabeth Taylor hefur skartað mörgum brúðarkjólum í einkalífinu en þessum skartaði hún í myndinni Father of the Bride sem var gerð árið 1950 þegar Eliza- beth var ung og fögur. Myndin þykir enn skemmtilegasta brúð- kaupsmynd sem gerð hefur verið í Hollywood. Hún fjall- ar urn unga konu (Elizabeth Taylor) sem setur veröld föður síns á annan endann þegar hún tilkynnir trúlofun sína. Föður- num (Spencer Tracy) vex allur fyrirgangur- inn í kringum brúð- kaupið í augum og lendir í mörgum spaugilegum uppá- komum. Myndin var endur- gerð fyrir nokkrum árum og þá með Steve Martin í hlutverki föð- ur brúðarinnar. Það er óhætt að segja að Elizabeth sé vön kona í brúð- kaupsbransanum því hún hefur verið gift alls átta sinnum! Datt henni aldrei í hug að lifa bara í synd? Cary Grant og Katherine Hepburn léku parið í The Philadelpia Story þar sem Tracy (Katherine) tekur af skarið og giftist einu ástinni í líi'i sínu. Katherine Hepburn var hins vegar ekki svona heppin í einkalífinu því hún giftist aldrei ástinni sinni, hinum glæsilega Spencer Tracy, en átti þó í ástarsambandi við hann allt þar til hann dó árið 1967. Vikan 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.