Vikan - 15.08.2000, Side 30
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
ydpottningin jómfr ú ?
Sennilega hafa ekki margir
feður orðið iafn vonsuiknir
og Hinrik VIII varð hegar El-
ísabet dóttir hans fæddist 7.
september árið 1533. Hirð-
stjörnufræðingurinn hafði
spáð að barnið sem Anna
Boleyn gekk með væri
drengur og Hinrik var bess
fullviss að skílnaður hans
og Katrínar af Aragóníu,
sem leiddi til sambandsslita
ensku kirkjunnar og róm-
versk-kapólsku kirkjunnar,
hefðí verið hess virði. Anna
ræfillinn hefur líklega ekkí
glaðst heldur hví hún vissi
svo sem að hún gætí ekki
búist við góðu eftir að hafa
mistekíst að fæða karlkyns-
erfíngja að krúnunni, enda
kom hað á daginn hví hrem-
ur árum síðar bar Hinrik á
hana framhjáhald og lét
hálshöggva hana.
Phærða stúlka, sem vakti
svo litla gleði með for-
eldrum sínum þegar
hún fæddist, átti þó eftir að vaxa
upp og verða einn stórbrotnasti
þjóðhöfðingi sögunnar.
Meydrottningin, eins og hún var
síðar kölluð, komst til valda og
héit völdum þrátt fyrir pólitísk
launráð og samsæri um að halda
henni frá hásætinu og hún hélt
völdum í fjörutíu og fimm ár. Það
var ekki nóg með að hún tylldi í
hásætinu heldur tókst henni að
halda friðinn þótt Filipus Spán-
arkonunungur hefði heitið því að
endurreisa kaþólsku kirkjuna í
Englandi og sent af stað flotann
ósigrandi til að tryggja að svo
færi. Páfinn og embættismenn
hans voru Elísabetu mjög and-
stæðir og þegar hún lýsti yfir trú-
frelsi í ríki sínu kraumaði óánægj-
an undir niðri en minnkaði þeg-
ar frá leið. Persónuleiki Elísabet-
ar hefur sennilega ráðið mestu
þar um. Kannski lýsa hennar eig-
in orð henni best en sagt er að
einhverju sinni hafi hún sagt að
hún þakkaði guði fyrir að hann
hefði gefið henni þá kosti að þótt
henni væri vísað í útlegð úr ríki
sínu, á undirpilsinu einu fata,
gæti hún tekið sér bólfestu hvar
sem kristin trú væri
við lýði. Hún sagði
einnig: „Eg veit að ég
hef líkama veikburða
og þróttlítillar konu
en ég hef hjarta og
maga konungs og það
Englandskonungs.“
Stórbrotinn per-
sónuleiki drottningar-
innar hefur gert það
að verkum að hún
hefur orðið leikskáld-
um og kvikmynda-
gerðarmönnum yrkis-
efni og þær eru orðn-
ar ófáar leikkonurnar
sem hafa spreytt sig á
hlutverki hennar. Frá
fyrstu tíð hefur það
þótt mikill heiður að
leika Elísabetu, og
takist leikkonunni vel
sönnun á hæfileikum
hennar til skapgerðarleiks. Þær
Judi Dench og Cate Blanchett
fengu nýlega tækifæri til að leika
meydrottninguna og Dame Judi
vann Óskarsverðlaun fyrir besta
leik í aukahlutverki í Shakespe-
are ástfanginn en Cate hlaut út-
nefningu til sömu verðlauna fyr-
ir Elísabetu en varð að fara
styttulaus heim.
Fyrsti elshhuginn eigin-
maður stjúpu hennar
Cate túlkar vel sakleysi Elísa-
betar fyrst eftir að hún kemur til
valda og þegar myndin byrjar býr
hún hjá stjúpmóður sinni. Cat-
hrine Parr, sjötta og síðasta kona
Hinriks, varð forráðamaður El-
ísabetar þegar Hinrik dó og Cat-
hrine sá og skildi hversu greind
stúlkan var og réði bestu kennara
sem völ var á í landinu til að
kenna henni. Thomas Seymour
giftist Cathrine en hún kvaðst
elska hann ofar skyldu sinni því
Parr taldi sig svo ættgöfuga að sér
bæri skylda til að giftast konung-
bornum mönnum. Thomas var
bróðir Jane Seymour, þriðju
konu Hinriks og móður Játvarð-
ar einkasonar hans. Játvarður
var tíu ára þegar faðir hans dó
og Thomas sá að sennilega myndi
pilturinn ekki halda völdum
lengi. Metnaðargirni Thomasar
var slík að hann tók þegar að
stíga í vænginn við hinn unga
skjólstæðing konu sinnar, meðal
annars með því að líta til
stúlkunnar á hverjum morgni þar
sem hún lá í rúmi sínu nakin eins
og venja var að sofa við ensku
hirðina á sextándu öld.
Elísabet var ekki vön mikilli
athygli frá karlmönnum og svo
virðist sem hún hafi fallið fyrir
tálbrögðum Thomasar. Fiestir
við hirðina vissu um sambandið
og menn veltu því gjarnan fyrir
sér hversu langt elskendurnir
hefðu gengið. Það var þó ekki
fyrr en Cathrine, sem þá var há-
ólétt, kom að manni sínum og El-
ísabetu í faðmlögum að hún gerði
eitthvað í málunum. Thomas
hafði sést fyrir utan herbergi syst-
ursonar síns, Játvarðar VI, vopn-
aður byssu og nú var hann hand-
tekinn og síðar dæmdur til að
hálshöggvast fyrir landráð. Hvort
þessi reynsla varð þess valdandi
að Elfsabet giftist aldrei er erfitt
að segja en hún var fráleitt alveg
fráhverf karlmönnum. Til eru
heimildir um að hún hafi strax í
æsku sagt vini sínum Robert
Dudley að hún hyggðist aldrei
giftast. Ef tekið er tillit til þeirra
aðstæðna sem ríktu við ensku
hirðina þegar hún var að alast
upp er varla hægt að undrast að
hana hafi ekki langað í hjóna-
band. Faðir hennar giftist og
skildi hvenær sem honum bauð
svo við að horfa og tækist hon-
um ekki að finna aðra gilda skiln-
aðarorsök enduðu konur hans líf
sitt á höggstokknum vegna hjú-
skaparbrota. (Þær voru tvær sem
fóru þá leiðina, Anna Boleyn og
Cathrine Howard.)
Robert þessi var jarl af
Leicester og eftir að Elísabet
komst til valda varð öllum ljóst
að þau voru ákaflega náin. Ro-
bert var raunverulega mjög ást-
fanginn af Elísabetu og þau áttu
vel saman. Sá meinbugur var hins
vegar á sambandi þeirra að hann
var giftur og svo hafði hann held-
ur ekkert á móti því að deila
völdum með konu sirini, drottn-
ingunni, ef því væri að skipta. El-
ísabet var ekki jafnhrifin af metn-
aði og valdagræðgi elskhuga síns.
Þegar kona Dudleys fannst svo
hálsbrotin neðan við steinstiga í
höllinni grunaði menn strax að
maður hennar ætti einhvern hlut
30
Vikan