Vikan


Vikan - 29.08.2000, Page 50

Vikan - 29.08.2000, Page 50
i' V. Hollur morgunverftur er und- irstafta góftra afkasta í vinnu og lcik, santa hvort 11111 biirn cfta tullorftna er aft ræða. : Haustið er á næsta leiti og skólarnir að byrja. Hjá mörgum íslensk- um fjölskyldum þýðir það að álagið verður meira á morgn- ana, allir þurfa að fara á fæt- ur á sama tíma, e.t.v. á eftir að smyrja nesti handa börn- unum og allir eiga eftir að borða morgunmat og taka sig til. Þá getur verið freistandi að skella pakka af tilbúnu morgunkorni á borðið fyrir mannskapinn sem skóflar korninu í sig á mettíma. En ekki er allt gull sem glóir. Þótt morgunkornið geti verið þægilegur og fljótlegur morg- unverður er kornið mishollt og sumt af því er hreint og beint óhollt. Auk þess er kornið mun dýrara en heima- tilbúinn morgunverður, s.s. heimabakað brauð, hafra- grautur eða ósykraðar mjólk- urvörur. Blaðamaður Vikunnar fór á stúfana og kannaði næring- argildi nokkurra algengra tegunda af morgunkorni. Ekki er um tæmandi umfjöll- un að ræða því að sjálfsögðu MIKILL SYKUR Eins og áður sagði er það mat margra næringafræðinga að ekki sé æskilegt að meira en 10 g af sykri séu í hverjum 100 g af vörunni. Af þeim fjórtján vörutegundum sem skoðaðar voru innihalda tíu þeirra meira magn af sykri. í fyrsta sæti trónir Cocoa Puffs sem hvorki með hvorki meira né minna en 46.7 g af sykri í hverjum 100 g af kúlunum. Þar á eftir kemur Frosted Cheerios með 43 g, þá Kellogg’s Chocos með 36 g af sykri og Honey Nut Cheer- ios með 35 g af sykri. Kellogg’s All Bran og Kellogg’s Special K sem gjarnan eru auglýstar sem heilsuvörur koma þar á eftir. Hollur uunverður ■ eru mun fleiri tegundir af morgunkorni en hér er fjallað um. Auk þess var næringar- gildi gamla, góða hafragrauts- ins kannað og var notað Sol- gryn haframjöl til viðmiðun- ar. ÆSKILEG SAMSETNING Allt morgunkorn inniheld- ur talsvert af kolvetnum sem eru nauðsynlegur hluti af daglegri fæðu okkar. En þrátt fyrir að kolvetnin séu hluti af daglegri fæðu okkar eru þau ekki öll holl. Sykur er nefni- lega ein gerð kolvetna. Sykur- inn er slæmur í óhófi, m.a. vegna þess að hann inniheld- ur engin önnur næringarefni, hann tekur pláss frá vítamín- um og steinefnum í líkaman- um og að sjálfsögðu er hann fitandi og fer illa með tenn- urnar. Æskilegt er að matur sem maður neytir, þ.á.m. morgun- korn, innihaldi ekki meira en 10 g af sykri í hverjum 100 g af vörunni. Trefjar eru einnig mikil- vægur hluti fæðu okkar. Þær bæta meltinguna og hafa góð áhrif á hjartað. Æskilegt er að neyta a.m.k. 25-30 gramma af trefjum á dag. Upplagt er að fá hluta trefjanna úr trefjarík- um morgunverði. 50 Vikan texti: G u n n h i I d u r Lily Magnúsdóttir.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.