Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 50

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 50
i' V. Hollur morgunverftur er und- irstafta góftra afkasta í vinnu og lcik, santa hvort 11111 biirn cfta tullorftna er aft ræða. : Haustið er á næsta leiti og skólarnir að byrja. Hjá mörgum íslensk- um fjölskyldum þýðir það að álagið verður meira á morgn- ana, allir þurfa að fara á fæt- ur á sama tíma, e.t.v. á eftir að smyrja nesti handa börn- unum og allir eiga eftir að borða morgunmat og taka sig til. Þá getur verið freistandi að skella pakka af tilbúnu morgunkorni á borðið fyrir mannskapinn sem skóflar korninu í sig á mettíma. En ekki er allt gull sem glóir. Þótt morgunkornið geti verið þægilegur og fljótlegur morg- unverður er kornið mishollt og sumt af því er hreint og beint óhollt. Auk þess er kornið mun dýrara en heima- tilbúinn morgunverður, s.s. heimabakað brauð, hafra- grautur eða ósykraðar mjólk- urvörur. Blaðamaður Vikunnar fór á stúfana og kannaði næring- argildi nokkurra algengra tegunda af morgunkorni. Ekki er um tæmandi umfjöll- un að ræða því að sjálfsögðu MIKILL SYKUR Eins og áður sagði er það mat margra næringafræðinga að ekki sé æskilegt að meira en 10 g af sykri séu í hverjum 100 g af vörunni. Af þeim fjórtján vörutegundum sem skoðaðar voru innihalda tíu þeirra meira magn af sykri. í fyrsta sæti trónir Cocoa Puffs sem hvorki með hvorki meira né minna en 46.7 g af sykri í hverjum 100 g af kúlunum. Þar á eftir kemur Frosted Cheerios með 43 g, þá Kellogg’s Chocos með 36 g af sykri og Honey Nut Cheer- ios með 35 g af sykri. Kellogg’s All Bran og Kellogg’s Special K sem gjarnan eru auglýstar sem heilsuvörur koma þar á eftir. Hollur uunverður ■ eru mun fleiri tegundir af morgunkorni en hér er fjallað um. Auk þess var næringar- gildi gamla, góða hafragrauts- ins kannað og var notað Sol- gryn haframjöl til viðmiðun- ar. ÆSKILEG SAMSETNING Allt morgunkorn inniheld- ur talsvert af kolvetnum sem eru nauðsynlegur hluti af daglegri fæðu okkar. En þrátt fyrir að kolvetnin séu hluti af daglegri fæðu okkar eru þau ekki öll holl. Sykur er nefni- lega ein gerð kolvetna. Sykur- inn er slæmur í óhófi, m.a. vegna þess að hann inniheld- ur engin önnur næringarefni, hann tekur pláss frá vítamín- um og steinefnum í líkaman- um og að sjálfsögðu er hann fitandi og fer illa með tenn- urnar. Æskilegt er að matur sem maður neytir, þ.á.m. morgun- korn, innihaldi ekki meira en 10 g af sykri í hverjum 100 g af vörunni. Trefjar eru einnig mikil- vægur hluti fæðu okkar. Þær bæta meltinguna og hafa góð áhrif á hjartað. Æskilegt er að neyta a.m.k. 25-30 gramma af trefjum á dag. Upplagt er að fá hluta trefjanna úr trefjarík- um morgunverði. 50 Vikan texti: G u n n h i I d u r Lily Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.