Vikan


Vikan - 24.10.2000, Síða 2

Vikan - 24.10.2000, Síða 2
Vikan Kennarinn var að reyna að gera krökkunum grein fyrir því hversu margt fólk væri í heim- inum og sagði við þau: „í hvert einasta skipti sem ég anda deyr einhver í heiminum." Þá heyrðist í dóttur grasa- læknisins: „ Hefurðu prófað að tyggja myntulauf?" Það var verið að segja frá skáldinu Milton og kennar- inn sagði unglingunum að hann hefði verið blindur. Daginn eftir, þegar verið var að rifja upp, spurði hann nemendurna: „Hvaðvarþað sem háði Milton mest í líf- inu?“ Fyrst kom löng þögn en svo kom svar af aftasta bekk. „Hann var skáld." Ferðamað- urinn gekk inn á veitingastaðinn sem var fullur út úr dyrum. Þjónninn kom til að fylgja honum til sætis og ferða- maðurinn sagði: „Ég kom hingað fyrir tíu árurn." „Því miður herra minn, ég get bara ekki unnið hraðar," var svarið. Annar maður kom inn í troðfullt veitingahús og fann loks sæti úti í horni. Þjónninn bauð honum að setj- ast og sagðist koma að vörmu spori aftur. Langur tími leið og eft- ir hlaup og snúninga kom þjónn- inn aftur að hornborðinu. Hann sá sér til mikillar furðu að maður- inn var farinn en á borðinu var miði sem á stóð: „Skrapp í mat!“ „Hvað finnst þér um þenn- an fiðluleik- ara?“ spurði einn gestanna í hana- stélsboðinu. „Hann minnir mig á Pader- ewski" svaraði annar. „Já, en hann er ekki fiðluleikari." „Nei, einmitt.“ ur nokk- ur hafði keypt sér páfagauk sem gat lært að tala. Hann hafði einsett séraðkenna honum fyrst að segja „halló" og byrjaði hvern morgun á því að standa fyrir framan búrið og segja aftur og aftur „halló". Páfagaukurinn virtist ekki mjög áhugasamur um námið og sat gjarna með lok- uð augun á meðan. Einn morguninn þegar maður- inn stóð fyrir framan búrið og tautaði „halló, halló,“ opnaði páfagaukurinn augun syfjulega og sagði: „Svarar aldrei í þessu númeri?" Landbúnaðar ráðherrann hafði flutt langa og merka ræðu yfir bændunum á fundinum og þegar fundurinn var búinn spurði hann einn bóndann ist ræð- an. „Hún var svo sem ágæt. En ég hefði nú samt frek- ar viljað fá einn góðan þurrkdag." Verkamaðurinn var að hreinsa þorpsklukkuna og stóð uppi í háum turni og pússaði vísana. Hann var í afar óþægilegri að- stöðu og hálf- hékk á stóra vísinum meðan hann pússaði þann litla. Þar sem hann hékk þarna gekk konafram hjá og kallaði upp til hans: „Hvað ertu að gera þarna maður, er klukkan biluð?" „Nei, nei. Ég er bara svona nærsýnn!" Tveir vinir gengu út úr bílasöl- unni og annar sagði við hinn: „Ég skil ekkert í þér að nenna að þjarka svona um verðið á bílnum. Þú, sem borgar aldrei hvort sem er!“ „Það getur vel verið að þú skiljir það ekki. Ég er bara heið- arlegur maður og vil að mann- greyið tapi sem minnst á viðskipt- unum við mig.“ „Ég er að leita að gjöf handa vini mínum. Það gæti orðið erfitt því hann á bókstaflega allt!" „Erþáekki ráðiðaðgefa hon- um fallegt dagatal svo hann geti merkt afborganirnar inn á það?"

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.