Vikan


Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 8

Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 8
að það sé fyrst og f remst af þrey- ingarefni sem eigi upp á pall- borðið hjá fólki en aðsóknin í Þjóðleikhúsið sýnir að það er mikill áhugi á leikritum sem gera kröfurtil áhorfenda, hræra upp í þeim og vekja þá til um- hugsunar. Fyrsta leikritið sem ég setti upp hér í Þjóðleikhús- inu, Abel Snorko býr einn, með þeim Jóhanni Sigurðarsyni og Arnari Jónssyni, varsvo sannar- lega ekkert gamanleikrit. Það hlaut samt ótrúlegar vinsældir, var flutt af Litla sviðinu yfir á Stóra sviðið, og var sýnt rúm- lega 90 sinnum. Leikhús þarf að snerta fólk, veita því vits- munalega og tilfinningalega örvun. Það verður stöðugt að skilgreina sjálft sig út frá því í hvaða samfélagi það starfar og í gegnum tíðina hefur það stöðugt verið að taka breyting- um. Leikhúsið lifir af, þrátt fyr- ir nýja miðla eins og kvikmynd- irnar, sjónvarpið og myndbönd- in, einsogviðsjáum bestá leik- húsaðsókn hér á íslandi,“ seg- ir Melkorka Tekla og brosir. Hún segir leikhús þurfa á vissan hátt að vera gagnrýniðen það þýði ekki endilega að það þurfi að vera pólitískt. „Um tíma fannst mörgu leikhúsfólki nauðsynlegt að leikhúsið væri pólitískt, að það væri gagnrýn- ið á stjórnvöld og það sem væri að gerast úti í samfélaginu. Ég held að leikhúsið geti haft mjög mikil áhrif þótt það sé ekki endilega að takast á við póli- tísk dægurmál. Það getur haft áhrif á samfélagið með því að hafaáhrif á hugsunarhátt fólks, hvernigfólk horfirá lífiðog met- ur líf sitt og annarra." Melkorka segir að listin sé mikilvægt mótvægi við alla þá afþreyingu sem boðið sé upp á í neyslusamfélaginu. „Afþrey- ing er eitthvað sem leiðir fólk inn í blekkingarheim, fær það til þess að gleyma eigin raun- veruleika. Listin aftur á móti sýnir fólki raunveruleikann í nýju og óvæntu Ijósi, fær fólk til þess að hugsa. Þess vegna er listin svo mikilvæg," segir Melkorka Tekla að lokum. Konur láta að sér kveða Melkorka segir það merkilega staðreynd að konur séu í mikl- um meirihluta áhorfenda í leik- húsi. „Á undanförnum árum hafa margar konur látið að sér kveða á eftirtektarverðan hátt sem leikstjórar. Það er mikil gróska meðal kvenleikstjóra og sífellt að koma fram nýir lista- menn. í vetur mun til dæmis ung kona, Vigdís Jakobsdóttir, leikstýra verkinu Vilji Emmu, eftir breska leikskáldið David Hare, hér í Þjóðleikhúsinu. Leikarinn þroskast auðvitað og dýpkar sem listamaður með ár- unum og á íslandi eigum við geysisterkar leikkonur á miðjum aldri og upp úr. Það er gaman að segja frá því að nú f haust mun Þjóðleikhúsið frumsýna á Smíðaverkstæðinu leikrit, sem hentar mjög vel þessum hópi leikkvenna, og heitir Ástkonur Picassos. Það er eftir Brian McAvera en leikstjóri þess er Hlín Agnarsdóttir." En leikstýra konur á annan hátt en karlmenn? „Leikstjórn er mjög einstaklingsbundin en maður getur ímyndað sér að þegar konur voru að hasla sér völl í þessari stétt þá hafi þær þurft að hafa meira fyrir því að láta taka marká séren nú. Vafa- laust mæta konur minni for- dómum og tortryggni nú en áður. f leikhúsi skiptir mjög miklu máli að það ríki gagn- bæði frumleg og óvenjuleg en harðneitar að veita frekari upp- lýsingar um hana. Sjón er sögu ríkari. í nánum samskiptum við höfundinn Melkorka Tekla kemst varla í öllu nánari samskipti við höf- undinn, en þau eru samþýlis- fólk til margra ára. Hvernig gengur ykkur Kristjáni Þórði að vinna saman? „Það hefur geng- ið mjög vel. Við erum búin að vera saman í tíu ár og kynnt- umst í gegnum okkarsameigin- lega áhuga á bókmenntum. Við höfum alla tíð verið mikið inni í listsköpun hvort annars og erum vön að eiga samskipti um hana. Það eru því ekki svo mik- il viðbrigði þótt ég sé að leik- stýra verki eftir hann. Listrænt samstarf er okkar daglega líf.“ Hún segist ekki vera hrædd um að Kristján sleppi ekki hendinni af verkinu. „Hann treystir mér fyrir því,“ segir hún brosandi. „Höfundurinn tekur yfirleitt þátt f vinnunni í byrjun en leyfir svo leikstjóranum og leikurunum að vinna saman, prófa sig áfram. Það er alltaf gott að eiga samskipti við höf- undinn um verkið, sérstaklega ef um frumuppfærslu er að ræða.“ „Mér finnst skemmtilegast að glíma við leik- rit sem geta vak- ið fólk til um- hugsunar. Það geta höfundar gert bæði með dramatík og kó- mík. Mér finnst mjög gaman þeg- ar höfundar geta beitt kómíkinni til þess að hreyfa við okkur en við megum heldur ekki vera hrædd við dramatíkina. Manneskjan er alltaf að glíma við tilfinningar, bæði ánægjuleg- ar og erfióar." kvæm virðingá milli þeirra sem eru að vinna saman. Það ermik- ilvægt að fólk geti unnið sam- an á jafnréttisgrundvelIi, burt- séð frá kyni eða aldri, og þurfi ekki að beita sérstökum brögð- um til þess að á það sé hlust- að.“ Leikhús harf að snerta fólk Melkorka Tekla segir að reynslan sýni að fólk vilji sjá leikrit sem gera kröfur til þess. „Það er alltaf verið að tala um 8 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.