Vikan


Vikan - 24.10.2000, Side 15

Vikan - 24.10.2000, Side 15
Calista Flockhart, aðalleikon- an í þáttunum um Ally McBeal, er dæmi um ofurmjóa, ,,pípu- hreinsaraIúkkið“ og hún náði víst þeim árangri með því að sneiða hjá allri fæðu sem inni- heldur kolvetni. Morgunmatur Calistu er alitaf eggjakaka sem er búin til úr eggjahvítum, spínati oghaframjöli. Namm ... Minnie Driver, Geri Halliwell, Christina Ricci ogGeorge Mich- aei hafa fetað í spor Calistu og borða alls ekki hvít hrísgrjón, brauð eða mjólkurvörur. Eitt nýjasta æðið er hinn svo- kallaði Zone kúr en hann bygg- ir á því að matnum sé skipt í 30% fitu, 40% kolvetni og 30% prótein. Hefur einhver virkilega tíma til þess að reikna daglega út þessi hlutföll? Varla. Jennifer Aniston, Brad Pitt og Madonna eru miklir aðdáendur þessa kúrs og til þess að þau fái nú örugglega alltaf rétt hlut- Portia De Rossi, sem leikur Nelle í Ally BcBeal þáttunum, seg- ist aldrei borða nema hún sé standandi. Hún sest aldrei niður til þess að neyta matar síns. föll í hverjum matarskammti þá fá þau matinn sendan heim frá fyritæki sem heitir Zone Perfect og sérhæfir sig í þessu matar- æði. Dagskammturinn, sem inniheldur þrjár máltíðir og tvo aukabita, kostar 35 dollara og er keyrður heim til fólks í ómerktum bílum, svo enginn viti hvað verið sé að bralla. Önnur tískubylgja er matar- æði sem byggist á blóðflokkum fólks, enda hafa gárungar kall- að það Drakúlakúrinn. Liz Hurley og Hugh Grant hafa bæði tileinkað sér þennan kúr. En sennilega slær Janet Jackson alla út í furðulegum megrunaraðferðum. Hún lét sprauta sig með hrossahlandi um ákveðinn tíma en sumir telja það hafa þau áhrif að auka Þær stöllur Calista Flochart og Portia De Rossi úr þáttunum um Ally McBeal leggja mikið á sig til þess að vera grannar og sætar. fitubrennslu með því að umbreyta fitunni yfir í vökva- form, sem skilst svo út úr líkamanum með þvagi. En hvernig stendur á öllum þessum nýjungum í matarkúrum? Áður fyrr notuðu margir þekktir leikar- ar ýmsar hættulegar aðferðir til að grenna sig, allt frá megrunarpillum til kókaíns. Lyfjanotkun hefur reyndar alltaf loðað við þennan bransa en þessa dag- ana eru stjörnurnar á kafi í jurtalyfjum og framboðið af þeim í pilluformi er óendanlegt. Hvort sem fólk vill yngjast, líta betur út eða virkja heilann betur, þá

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.