Vikan


Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 25

Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 25
betur en þegar ég er í samvist- i um við barnið." Hugfangin af barninu ímynd ömmunnar hefur gjarnan fylgt að hún eigi að mennta eða kenna barnabarn- inu, lesa fyrir það og kenna því kvæði. Telur Helga að hún muni reyna að gegna hlutverki kenn- ara eða fræðara? „Já, að vissu leyti, erum við ekki alltaf að læra í gegnum allt lífið? Ég vona bara að ég eigi eft- ir að hafa jákvæð áhrif á barna- barnið mitt eins og móðir mín hafði á son minn. Ég á reyndar kistu fulla af barnabókum frá minni æsku, bæði á ensku og íslensku því égólst uppað hluta til í Ameríku. En það kemur í Ijós síðar hvort ég fer nú að lesa fyrir Aron Björn á ensku. Eitt af því sem mér er svo minnisstætt frá ömmu minni er þulan Fagur fiskur í sjó sem er eiginlega leikur því maður er með aðra hönd barnsins í lófa sér og strýkur hana og hefur yfir þuluna sem endar á „svo skal högg á hendi detta“. Ég byrj- aði að leika þennan leik við Aron Björn fyrir þó nokkru og hann hlustar með athygli þótt hann sé ekki farinn að kippa að sér hendinni enn. Reyndar var ég búin að fara nokkuð oft með þuluna þegar tengdadóttir mín benti mér á að ég færi ekki al- veg rétt með textann. Þá fór ég nú íkistunagóðuogfannVísna- bókina sem gefin var út 1949, þ.e. mitt eintak, og fann út það rétta í málinu. Ég hef nú verið að fletta upp i henni og rifja upp allar þessar skemmtilegu barnavísur svo ég verði mér ekki til skammar. Annars hlakka ég mikið til að fara að lesa fyrir hann. Ég er auðvitað farin að skoða með honum myndirnar i bókunum og segja honum sögur. Ég tala oft við hann í síma og þá beiti ég röddinni eins og manni er gjarnt að gera þegar maður tal- ar við lítil börn. Stundum svar- ar hann mér með einhverjum einföldum orðum og þá er eins og ég hafi himin höndum tek- ið. Gerist það hins vegar ekki fæ ég fregnir af því hjá foreldrun- um hver viðbrögðin hafi verið og ef þau segja mér að hann hafi brosað við að heyra röddina mína er ég alsæl. Eins og heyra má er ég alveg hugfangin af barninu og nýt mjög þessa nýja hlutverks. Vinkona mín í Ameríku ætlar að senda mér „bumpersticker" sem er límmiði sem festur er á afturstuðara bíla en á honum stendur „If l’d known how much fun it’s being a grandma I would have done that first!“ eða „Ef ég hefði vitað hvað það er gaman að vera amma hefði éggert þaðfyrst." Þetta lýsir líð- an minni mjög vel. Ekki það að ég á yndislegan son og hefði auðvitað engu viljað sleppa í hans uppvexti, en það er bara svo dásamleg tilfinning að vera amma.“ Með nýjum ein- staklingl kvikna nýir draumar Guliveig Sæmundsdóttir ritstjóri er nýlega orðin amma. Tímaritið Nýtt Líf kemur þó út eftir sem áður og ekki gefst alltaf tími til að iíta upp þegar nær dregur út- gáfudegi. Hvernig finnur Gull- veig tíma til að rækta ömmu- hlutverkið? „Þetta er ekki spurning um að hafa tíma heldur gefa sér tíma. Og ég vil gjarnan gefa litlu ömmustelpunni minni af tíma mínum. Mér finnst líka skipta máli að hún hafi athygli mína óskipta þegar við erum saman. Margir brenna sig á að sinna börnum með hálfum huga og það kann ekki góðri lukku að stýra. Annars held ég að ömm- ur eins og ég þjáist margar hverjar af sektarkennd sem trú- lega kemur barnabörnunum okkar til góða. Við erum fyrsta kynslóð kvenna sem fer að ein- hverju ráði út á vinnumarkaðinn og vorum því ekki eins mikið með börnunum okkar og við hefðum viljað. Kannski erum við að bæta þeim það upp með því að sinna barnabörnum vel. Ég vildi til dæmis gjarnan geta w ' 1 \ 1 1/ BéI M - . ^ÉÍ hagað málum þannigaðéggæti varið einum eftirmiðdegi í viku með ömmustelpunni minni. Þegar hún fæddist fannst mér veröldin breytast. Við hjón- in höldum bæði dagbók og það var gaman að sjá hvað við upp- lifðum fæðingu hennar á ólík- an hátt. Ég skrifaði í bókina að ég ætti mér þann draum að ver- öldin myndi taka vel á móti þessari litlu stúlku ogaðheim- urinn færi um hana mjúkum höndum. Mig langar líka að leggja mitt af mörkum þannig að hún megi þroskast vel og verða farsæl í lífi sínu. Þó að ég sé þessi dæmigerða nú- tímaamma sem er aldrei heima og með allt of mörg járn í eld- inum ætla ég að sjá til þess að hún fái alltaf sinn skerf af tíma mínum og tilfinningum." Vonin bundin í komandi kynslóðum (mynd ömmunnar hefur sömuleiðis oft verið tengd við uppfræðslu. Amman er þá gjarnan sá aðili sem sér um að koma menningararfinum áfram. Finnst Gullveigu sér bera skylda til þess að fræða barnið? „Nei, ég tel ekki að mér beri beinlínis skylda til þess þó að éghljóti auðvitaðaðgera þaðað einhverju leyti. Með því aðtala við börn og sýna þeim áhuga veitum við þeim bæði óbeint og beint einhverja fræðslu. Flestir eiga sér einhverja drauma varðandi börnin sín og í þeim eru vonir okkar og draumar bundnir. Sonur minn erorðinn fullorðinn maður, hef- ur lokið námi og haslað sér völl í tilverunni. Með Lilju Hrund vakna nýirdraumar. Éggeri mér auðvitað grein fyrir því að hún er, ekki síður en pabbi hennar, sjálfstæðureinstaklingursem á eftir að eiga sína drauma sem eru ekki endilega þeir sömu og mínir. Ég vona bara að ég megi eiga einhvern þátt í lífi hennar og geti stutt hana í því sem hún Vikan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.