Vikan


Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 58

Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 58
íiviAiaeAicffUf/ Tvö böm ð einu ári Barnalán mitt er mikið en svoleiðis var því ekki háttað fyrir átta árum. Þá vorum við hjónin búin að reyna í nokkur ár að eignast barn án nokkurs ár- angurs. Við töldumst bæði heilbrigð og fór- um tvisvar í glasa- frjóvgun en ég missti fóstrið í bæði skiptin. í seinna skiptið var ég komin rúma fjóra mánuði á leið og mér leið vægt til orða tekið hörmulega við fóstur- missinn. Ég lagðist í djúpt þunglyndi þótt fáir greindu það nema maðurinn minn og fannst ég vera kalin á hjarta. Eftir þá reynslu var ég ákveðin í því að reyna ekki aftur að verða ófrísk, hvorki eftir náttúrulegum leið- um eða með hjálp tækninnar. Eg átti samt erfitt með að sætta mig við þá tilhugsun að við hjónin myndum ekki skilja neitt eft- ir okkur, þ.e. að við myndum ekki eignast erfingja. Ég sá það fyrir mér að ég yrði gömul frænka úti í horni í jólaboðinu þegar börn og barnabörn systkina minna væru uppkom- in. Mér hryllti viðtilhugsuninni. Auk þess komum við maður- inn minn bæði úr stórum fjöl- skyldum, hann á fjögur systkini og ég fimm og því fannst okkur fjölskyldulífið í raun ekki full- komið nema við fengjum barn í litlu fjölskylduna okkar. Raunveruleg ættleíðing Við vorum bæði komin á fer- tugsaldur, búin að búa saman í rúman áratug og búin að koma okkur vel fyrir og því skaut þeirri hugsun upp hjá okkur að senni- lega værum við fyrirmyndarfor- eldrar fyrir ættleitt barn. Reyndar var það maðurinn minn sem fyrst stakk upp á því að við skoðuðum þann mögu- leika á að ættleiða barn en mér fannst hugmyndin dálítið skrýt- in. Ég var í sjálfu sér ekki á móti ættleiðingunni en varð dálítið sorgmædd þegar ég hugsaði til þessaðsennilega gæti égaldrei orðið ófrfsk og fundið þá gleði sem fylgir því að finna fyrir nýju lífi vaxa inni í sér. Ég ræddi þessar hugsanir mínar við manninn minn sem benti mér gætilega á að jafn- vel þótt ófrískar konur væru yndislegar ættu þær mikið verk fyrir höndum þegar barnið væri komið í heiminn. Þá sá ég að það skiptir auö- vitað meira máli hvernig þú hlú- ir að barninu næstu tuttugu árin eða svo heldur en hvort þú hef- ur sjálf borið það undir belti. Þegar ég hafði komist að þessari niðurstöðu hófumst við handa við að afla okkur upp- lýsinga um hvernig ættleiðing ferfram. Við vissum að það væri erfitt að ættleiða fslenskt barn og okkur fannst það í raun ekki skipta neinu máli hvaðan barn- ið væri. Við ræddum við viðeig- andi yfirvöld og komumst fljótt að því að ættleiðingu fylgir mik- il bið og talsverð skriffinnska. Við létum það þó ekki slá okk- ur út af laginu og hófum strax að vinna í ættleiðingunni. Ljós í veikindunum Tæpum tveimur mánuðum seinna veiktist maðurinn minn hins vegar nokkuð alvarlega og þurfti að liggja á sjúkrahúsi í tvær vikur. Hann var slappur og þreyttur þegar hann var útskrif- aður en það var bót í máli að éger hjúkrunarfræðingurog gat því sinnt honum betur en ella. Næstu vikur og í raun mánuðir fóru fyrst og fremst f það að koma manni mínum til betri heilsu og ættleiðingin var því bara höfð bakvið eyrað. Dageinn varhinsvegarhringt f okkur og við spurð hvort við gætum hugsað okkur að ætt- leiða drengfrá Fillipseyjum sem væri orðinn rúmlega eins árs gamall. Við héldum það nú! Við ætluðum svo sannarlega ekki að láta ,,háan" aldur barnsins hafa nein áhrif og vorum ákveðin f að umvefja það ást og umhyggju frá fyrsta degi. Eftir fimm daga undirbúning flugum við svo út til að ná í drenginn ásamt móður minni og systur. Við komum heit og þreytt á áfangastað eftir langt og erfitt ferðalag og bjuggumst við að við gætum fengið drenginn strax í fangið og haldið heim á leið. Okkurtil mikillar vonbrigða urð- um við hins vegar að tékka okk- ur inn á hótelið og fara að sofa án þess að fá að heimsækja barnaheimilið þar sem hann var þvf á því giltu strangar regiur um heimsóknartíma. Morguninn eftir vorum við á nálum og gátum hvorki borðað morgunmat né setið kyrr. Við drífum okkur því af stað á barnaheimilið um leið og það opnaði en uppgötvuðum þegar við vorum komin hálfa leið að ég hafði gleymt vegabréfinu mínu á hótelinu. Ég bölvaði gleymsku minni í hljóði og við snérum við til að ná í vegabréf- ið. Yndislegur litill snáði En að lokum komumst við á barnaheimilið og þá var ekki laust við að tilfinningarnar bæru okkur ofurliði. Við vorum um það bil að fá barnið okkar í hendurnar, barnið sem við vor- um strax farin að elska jafnvel þótt við hefðum aldrei séð það. Barnaheimilið var rekið af kaþólskum nunnum og á móti okkur tók góðleg gömul nunna sem leiddi okkur inn í svokall- aða testofu. Hún var mjög kurt- eis og bauð okkur te og vildi vita hvernig ferðin hefði gengið og ýmislegt annað en ég var svo sannarlega ekki í stuði til að ræða um daginn ogveginn þótt ég sýndi henni fyllstu kurteisi. Eftir tedrykkjuna kom hinsveg- ar önnur nunna inn með barn í fanginu, son okkar. Þetta var yndislegur lítill snáði, með stór sakleysisleg augu og hrokkið hár. Hann vissi að sjálfsögðu ekkert hvaðan á sig stóð veðrið en þegar ég fékk hann í fangið fannst mér hann strax tilheyra mér. Sennilega 58 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.