Vikan


Vikan - 24.10.2000, Page 59

Vikan - 24.10.2000, Page 59
EEETiTi ÍFTiTntil HFH væmið og barnalegt að hugsa svona, en þetta var afar tilfinningarík stund sem líður mér aldrei úr minni. Onnur jól Við komum heim í lok janúar og það má eiginlega segja að í hönd hafi far- ið önnur jól hjá mér, manninum mín- um og litla drengnum okkar sem við skírðum „Gabríel." Sem betur fer var maðurinn minn orðinn frískuroggat fariðaðvinna aft- ur en ég var að sjálfsögðu heima með Gabríel sem braggaðist ágætlega þótt okkur fyndist hann láta alltof lítið fyr- ir sér fara til að byrja með. Sennilega ekki algengt umkvörtunarefni foreldra ungbarna! Þótt ég væri yfir mig hamingjusöm og sátt viðtilveruna leið mér hins veg- ar ekki sem best líkamlega. í fyrstu taldi ég að ég hefði ef til vill borðað eitthvað sem ég mátti ekki borða á Fillipseyjum því ég var þreytt og svaf mikið en einn morguninn áttaði ég migá því. Hiðómögulega hafði gerst. Ég var ófrísk! Ég hafði alltaf haft mjög óreglu- legar blæöingar og þar að auki hafði kynlíf okkar hjónanna ekki verið mik- ið á meðan maðurinn minn lá heima veikur. Samt sem áður staðfesti þungunarprófið sem ég keypti að ég var ófrísk. Til að gera langa sögu stutta var ég komin rúma þrjá mánuði á leið þeg- ar ég uppgötvaði þetta og eignaðist heilbrigðan son, þrátt fyrir talsverð veikindi og miklar áhyggjur af fóstur- láti, í lok september sama ár. Son- inn skírðum við „Mikael" og ég get með sanni sagt að drenginir okkar tveir eru sólargeislarnir í lífi okkar. Lesandi segir Gunnhildi Lily Magnúsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafn- leyndar. Ilciiiiilisrangit) er: Vikan - ..I.ífsrcynsliisaga", Scljavc}>ur 2, 101 Reykjavík, Nctraii}*: i ikan@l'riiili.is

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.