Menntamál - 01.09.1941, Blaðsíða 4
50
MENNTAMÁL
að tónskáld vor hafi enn sem komið er lítið notfært sér
þann efnivið. Lítum á ástandið, þegar nýrri tónlist fer að
festa hér rætur. Berum saman gömlu sálmalögin og
kirkjutónlist Bachs, rímnalögin og sönglög Schuberts, tvi-
sönginn og kórsöng annarra þjóða, eða langspilið og hinar
miklu symfoni-hljómsveitir. Tónlist Evrópu-þjóðanna á
19. öld var hreinasta opinberun fyrir sönghneigða íslend-
inga, sem áttu þess kost að kynnast henni. Er þá ekki
eðlilegt, að fyrstu tónskáldin okkar reyni frekar að yrkja
í þeim anda en íslenzku þjóðlaganna? Er hægt að álasa
þeim fyrir það?
Það er að vísu viðurkennt, að komið hafa fram þjóðleg
lög, og það svo, að sagt hefir verið um sum smálög okkar, að
þau hefðu hvergi getað orðið til nema á íslandi. Er þetta
einkum sagt um lög Sigfúsar Einarssonar, sem talinn er,
og það með réttu, þjóðlegastur íslenzkra tónskálda.
Ekki þarf að harma það, þó að lög íslenzkra tónskálda
fram á þennan dag, séu ekki stæling á rímnalögunum.
Þjóðlögin verða notuð á sinum tíma. Þar er hinn mikli
efniviður. En ég hefi enga trú á, að það megi takast að
skapa dýrmæt listaverk úr íslenzkum þjóðlögum, öðrum en
þeim, sem hefir tileinkað sér til nokkurrar hlítar alþjóð-
lega tónlist. Vel sé þeim mönnum, sem með því að inn-
leiða erlend lög og með frumsömdum lögum, hafa kynnt
okkur alþjóðlega tónlist.
En er nú ekki eitthvað þjóðlegt við starfsemi tónskáld-
anna okkar? Ég hefi verið að velta fyrir mér ýmsum af
lögunum þeirra. Ég hefi verið að velta fyrir mér lögunum
sjálfum út af fyrir sig, sambandi þeirra við kvæðin, sem
þau eru samin við o. s. frv. Og nú koma þau í hug mér hvert
á fætur öðru.
„Nótt“ eftir Árna Thorsteinsson. Það er björt og fögur
vornótt, sem lýst er í þessum ljómandi fallegu vísum. Og
það er íslenzk næturkyrrð, sem lýst er í þessu aðdáanlega