Menntamál - 01.09.1941, Qupperneq 5

Menntamál - 01.09.1941, Qupperneq 5
MENNTAMÁL 51 fallega lagi. Og ég held, að stefin séu íslenzk. Lagið hefir a. m. k. sungizt inn að hjartarótum okkar íslendinga. Nú skulum við athuga fleiri af einsöngslögum þessa höf- undar. „Dalvísur“. Þetta yndislega kvæði Jónasar Hallgrimsson- ar á sannarlega lítið skylt við rímurnar. En dettur nokkr- um lifandi manni í hug að segja, að það sé óþjóðlegt og ekki íslenzkt? Nei. Við þekkjum þetta öll: Fífilbrekkur, berjalautir, fífusund, fossar, gil, hnjúkafjöll, bunulækir — -----Og hugsið yður nú, hve lagið nær vel anda kvæðis- ins. Það hlýtur að vera íslenzkt. Enda kvað höfundi þess þykja einna vænzt um það af öllum sínum lögum. „Kirkjuhvoll". Það „er eins og fagurt blóm, sprottið upp úr íslenzkum jarðvegi", sagði Páll ísólfsson einu sinni i útvarpið. Og svo bætti hann við, að það gæti verið gamalt íslenzkt þjóðlag. Og hvað þurfum við þá frekar vitnanna við? Þetta lag á líka óskiptum vinsældum að fagna, enda þótt við öflugan keppinaut sé að etja, þar sem er hið ágæta lag Bjarna Þorsteinssonar. Vel tekst höfundi að lýsa sæförunum — víkingunum — í hinu fagra lagi „Söngur víkinganna." „Ingjaldur í skinnfeldi." Það er eins og Sigfús Einars- son sagði, „allforneskjulegt lag, gert upp úr einu stefi.“ Nú skulum við athuga nokkur af kórlögum Á. Th. Fyrst lagið „ísland“ við vísur tónskáldsins sjálfs. Það ómar af ættjarðarást og það er í þvi norrænn kraftur, samfara léttleikanum. Það eru svipaðar tilfinningar, sem birtast í laginu „Þú stóðst á tindi Heklu hám“. Hlustum á hina glitrandi feg- urð þess. Okkur fer að finnast við standa á Heklutindi hám, og horfa yfir landið fríð.a. „Á Sprengisandi." Hér yrkir höf. upp gamlan húsgang, og er það vandasamt verk, en vel hefir það tekizt og ættu kórar vorir aö gefa þessu lagi meiri gaum en þeir hafa gert hingað til. Þetta kvæði hefir annars orðið fleiri tón- 4*

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.