Menntamál - 01.09.1941, Side 20
66
MENNTAMÁL
Áh 111IIII <111 r Griiðmiindgson:
Falleg gjöf
Það hlýðir vel, að
Menntamál skýri frá þvi,
sem bezt er gjört til barna
og barnaskóla hér á landi.
En eitt af því má telja gjöf
þeirra Ágústs kaupmanns
Þórarinssonar og frú Ás-
gerðar Arnfinnsdótturkonu
hans til barnaskólans í
Stykkishólmi, er þau gáfu
honum allt bókasafn sitt,
mikið og vandað, mörg
þúsund króna virði, á gull-
brúðkaupsdegi sínum, 6.
september síðastl.
Bréf það, sem þau rituðu
skólanefnd, lýsir því bezt, í
hvaða hug gjöfin var gefin.
Ágúst Þórarinsson Er það á þessa leið:
„Við undirrituð, Ásgerður Arnfinnsdóttir og Ágúst Þór-
arinsson í Stykkishólmi, sem í dag eigum 50 ára hjúskapar-
afmæli, höfum ákveðið, eftir eindregnum vilja skylduliðs
okkar, að ánafna eftir okkar dag bókasafni barnaskólans
í Stykkishólmi allar bækur okkar, sem við eigum nú, ásamt
tilheyrandi bókaskápum, og að viðbættum þeim bókum, sem
við kunnum að eignast, þar til síðara okkar fellur frá.
Þessi ákvörðun okkar styðst við það, að þegar við mynd-
uðum hjúskap 6. sept. 1890, var aðalatvinnugrein okkar
kennsla við barnaskólann í Ólafsvík.. En nú hefur annað
okkar alið aldur sinn um 60 ára skeið í Stykkishólmi, en