Menntamál - 01.09.1941, Síða 25
MENNTAMÁL
71
Lítum fyrst á hinn takmarkaða orðaforða barnanna.
Hér á landi hafa engar rannsóknir verið gerðar, er sýni,
hvernig orðaforði barnanna vex og þróast frá því þau
byrja að tala og þar til þau eru komin af skólaskyldualdri.
Erlendis hefur þetta verið rannsakað af ýmsum fræðimönn-
um, en kunnastar á þessu sviði eru rannsóknir Stern-
hjónanna. Athuguðu þau, hvaða orð börn notuðu frá þeim
tíma, er fyrst mátti greina ákveðna hugsun á bak við
hjal þeirra, tii sex ára aldurs. Af rannsóknum þeim sést,
að tveggja ára barn frá góðu heimili áttfaldar orðaforða
sinn á fjórum árum, þ. e. notar allt að 400 orð tveggja ára,
en um 3000 orð 6 ára. Örast vex orðaforðinn á þriðja ald-
ursári, eða eftir að barnið er orðið ,,talandi“ sem kallað
er. Þá þrefaldast hann á einu ári. Síðan smádregur úr
vexti hans og er tiltölulega minnstur sjötta árið. Athyglis-
vert er það, að bæði þessar rannsóknir og aðrar hliðstæð-
ar hafa leitt í ljós, að við 5 ára aldur hafa börn frá góðum
heimilum lagt undirstöðuna að móðurmálskunnáttu sinni,
sem þau verða síðar að byggja á. Á þessum aldri eru þau
farin að nota alla orðflokka í tali sínu, þau beygja orðin
og mynda setningar með réttum hætti í aðalatriðum. Og
þótt þau kunni við og við að flaska á ýmsu þessu, þá er þó
hornsteinninn lagður. Allir finna þó, að geysimikill munur
er á máli fullorðinna manna eða 14 ára barna annars vegar
og 5 ára barna hins vegar, en sá munur liggur fyrst og
fremst í meiri og fjölskrúðugri orðaforða, heilsteyptari frá-
sögn, nákvæmari skilgreiningu einstakra atriða, sjálfstæðu
mati og rökrænum ályktunum, en aðeins að mjög litlu leyti i
því að fyrrgreind undirstöðu atriði hafi breytzt.
Orðaforði eldri barna hefur einnig verið rannsakaður
allnákvæmlega af ameríska sálarfræðingnum Terman.
Samkvæmt þeim rannsóknum þekkir 14 ára barn og kann
að nota þrefalt stærri orðaforða en 8 ára barn. Sýna þær
rannsóknir einnig, að orðaforðinn vex hægar eftir því sem
barnið verður eldra, En sá vöxtur stöðvast þó aldrei að