Menntamál - 01.09.1941, Qupperneq 32

Menntamál - 01.09.1941, Qupperneq 32
78 MENNTAMÁL fegurð meyjarinnar heldur er það fegurð mærinnar, sem hrífur hann. Menn bera ekki einhverju við, þegar þeir vilja afsaka sig, þeir berja einhverju við, þegar svo stendur á og barði því við“!). Hér skal nú látið staðar numið, þótt margt sé enn ótaliö af ýmiss konar málvillum. Svo mun eiga að heita, að bókin sé rituð samkvæmt gildandi stafsetningu, en mikið skortir á, að þar sé rétt með farið. Rituð er z, þar sem henni er of- aukið (hæztur), en víða sleppt, þar sem rita ber z og nær aldrei höfð i miðmynd sagna. Sama gildir um tvöfaldan samhljóð. Þar er ýmist of eða van, og hirði ég ekki að nefna dæmi um það, en þau eru til og frá um alla bókina. Viður- nefni eru öll rituð með stórum staf, en það er ekki réttur ritháttur. Hvergi rakst ég á orsakartenginguna því að. í stað hennar er jafnan haft því, og þykir það þó ekki sæma í ritmáli. Notkun greinarmerkja, sérstaklega kommusetn- ing, er fjarri réttu lagi og mjög ruglingsleg. Ýmsar mein- legar prentvillur aðrar eru í bókinni, þótt ekki sé þeirra hér getið, enda mun nóg komiö af svo góðu. Ég hefi nú hér að framan lýst að nokkru málinu á einni barnabók. Tilviljun ein réð því, að hún var valin. Það hefði eins vel mátt taka ýmsar aðrar barnabækur, því að fleiri eru til af svipuðu tagi eða litlu betri, en tími minn leyfir ekki, að það sé gert. Þessi hefir þó einn kost fram yfir margar aðrar. Hún er snotur að ytri frágangi og gengur í augu við fyrstu sýn. Hér er það þó vafasamur kostur. Og grálega eru þeir foreldrar leiknir, sem gleðja vilja börn sín með bókagjöfum, að þeir skuli á þennan hátt ginntir til að fá börnum sínum í hendur bækur á þvílíku hrogna- máli. Hvaða áhrif hefur svo lestur bóka eins og þessarar á börnin? Við vitum það ekki gjörla. En engra góðra áhrifa er þaðan að vænta. Og ef gert er ráð fyrir, að börnin læri hreint og rökrétt mál af vel rituðum bókum — og ég tel það engum vafa bundið — þá verður einnig að gera ráð

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.