Menntamál - 01.09.1941, Qupperneq 43

Menntamál - 01.09.1941, Qupperneq 43
MENNTAMÁL 89 Eftir nýjum fregnum að dæma, mun mæðrum einnig hafa verið út- býtt næringartöflum. The Schoolmaster & Woman Teacher’s Cronicle. Nýjustu blöð af riti þessu, sem Menntamálum hafa borizt, eru frá 15. og 22. maí s. 1. Margt er í blöðum þessum rætt um skólahald á styrjaldartímum. Eiga Bretar við margskonar örðugleika að stríða, sökum loftárása Þjóðverja á borgir í Englandi. Þúsundir barna úr stórborgunum hafa verið flutt út á landið; þó sést þess getið, að í sumum borgum hafi verið fleiri börn í marzmánuði 1941 en i desember 1940. Sprengjuheld skólaþök. The Schoolmaster ræðir tillögu, sem fram er komin um gerð á sprengjuheldum þökum á kirkjum og skólahúsum. Gert er ráð' fyrir, flötum þökum með vatnslagi í millihólfi. Þetta er talið að varið geti íkveikju frá eldsprengjum. Innlendar fréttir íþróttalögin, sem lengi voru á döfinni, fengu staðfestingu á síðasta ári. Samkvæmt þeim er skipaður íþróttafulltrúi, sem er nokkurs konar yfirmaður íþróttamála landsins, bæði hvað snertir skólaíþróttir, heilsu- vernd og félagaíþróttir. Margir þekktir íþróttakennarar sóttu um stöðu íþróttafulltrúa. Fyrir valinu varð Þorsteinn Einarsson íþróttakennari frá Vestmannaeyjum. Er hann frá undanförnum árum kunnur fyrir íþróttaafrek. Þorsteinn mun ekki hafa kennarapróf, en hefir stúdents- menntun. íþróttakennarar höfuðstaðarins og fleiri mótmæltu skipun Þorsteins í stöðuna. En hann hefir nú tekið við starfi sínu. Er senni- legt, að kennarar landsins hafi töluvert saman við hann að sælda í framtíðinni, og skal mönnum bent á að kynna sér íþróttalögin og at- huga á hvern hátt samstarfiö við íþróttafulltrúann getur komið að' mestu gagni. Ferðalögf skólabarna eru minni í vor en mörg undanfarin. ár. í Reykjavík hafa þau því nær lagzt niður, sökum hernámsins, en út um landið hafa nokkrir skólar farið í ferðalög, þó flest stutt.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.