Menntamál - 01.09.1941, Side 45

Menntamál - 01.09.1941, Side 45
MENNTAMÁL 91 hafa verið í þessu augnamiði, hinum hefir verið komið fyrir á einstök sveitaheimili. Bamafjöldi á einstökum heimilum er sem hér segir: Brautarholti á Skeiðum .................... 51 börn Hvanneyri, Borgarfirði .................... 58 — Laugamýri, Skagafirði ..................... 22 — Laugum, Þingeyjarsýslu .................... 76 — Rauðhólum við Reykjavík ................... 38 — Reykholti, Borgarfirði ................... 104 — Sandgerði, sjúkraskýli R. K. í............. 21 — Sandgerði, skólinn ........................ 34 — Silungapolli, Mosfellssveit ............... 72 — Staðarbakka, Miðfirði ..................... 19 — Staðarfelli, Dalasýslu .................... 48 — Stykkishólmi, sjúkrahúsið ................. 33 — Stykkishólmi, skólinn ..................... 24 — Á sveitaheimilum ........................ 684 — Þá eru á vegum neíndarinnar á mæðraheimilum, ásamt 87 mæðrum, 165 börn. Auk þessa verður bætt við nokkrum börnum til Sandgérðis og Stykkishólms. Formaður Barnarverndarráðs, Arngrímur Kristjáns- son, hefir haft aðalframkvæmdastjórn á hendi. Kennaranámskeið norðan lands. Aðalsteinn Sigmundsson kennir á námskeiði i Húsavík, sem kenn- arar af Austur- og Norðurlandi hafa efnt til. Skólavinna ýmiskonar, vinnubókagerð o. fl. er kennd á námskeiði þessu. Hefur Aðalsteinn Sig- mundsson haldið allmörg slík námskeið á undanförnum árum, víðs- vegar um land; ennfremur eitt í Færeyjum. Þing íþróttakennara, hið fyrsta, var háð að Laugarvatni og í Reykjavík um miðjan júní þ. á. Þátttakendur voru 25 hvaðanæva af landinu. Fjöldamörg erindi voru flutt á þinginu og íþróttir sýndar. Var með þingi þessu lagður grundvöllur að víðtækri skipulagningu á sviði íþróttanna í sambandi við íþróttastarfsemi í landinu. íþróttafulltrúi boðaði til þingsins. Kennarafélag: Vestfjarða hélt námskeið í páskavikunni, eins og undanfarin ár. Voru einnig umræðufundir og erindi flutt um uppeldismál.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.