Menntamál - 01.09.1941, Síða 49
MENNTAMÁL
95
erindi um málið og mælti til samvinnu við kennara um framkvæmdir
við byggingar leikvalla og sundskýla, óskaði ennfremur eftir því að
kennarar notuðu frímínútur sem mest til íþrótta og leikjastarfsemi
undir beru lofti.
Sambandiö milli framhaldsskóla og barnaskóla. Milliþinganefnd skil-
aði áliti, þar sem talin var mikil nauðsyn á gerbreytingu við inntökupróf
í framhaldsskóla, t. d. Menntaskólana. Nefndinni var falið að starfa
áfram. Þingið samþykkti tillögu um að flutt yrði útvarpserindi um
málið.
Ríkisútgája námsbóka. Framkvæmdastjóri útgáfunnar, Steingrímur
Guðmundsson, var mættur, og svaraði fyrirspurnum og athugasemdum
kennara viðvíkjandi útgáfunni.
Tímaritið Menntamál. Kennaraþingið gerði þá breytingu á stjórn
og útgáfu ritsins, að framvegis skyldi kosinn ritstjóri, búsettur í Rvík,
en honum til aðstoöar kosin þriggja manna útgáfustjórn, og verði a.
m. k. einn þeirra búsettur utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Ritstjóri
var kosinn Gunnar M. Magnúss, en í útgáfustjórn Hannes J. Magnús-
son, Akureyri, Jónas B. Jónsson í Reykjavík og Ólafur Þ. Kristjánsson
í Hafnarfirði.
Taliö var æskilegt, að ritið kæmi ekki sjaldnar en þrisvar sinnum
út ár hvert, alls 12 arkir.
Skólamál dreifbýlisins. Rætt var um erfiöleika í skipun kennslumál-
anna í sveitum landsins. Var lögð áherzla á nauðsyn bættrar aðbúðar
kennara, aukna útgáfu skólabóka, miðaðar við heimavinnu, að skóla-
hús verði eingöngu notuð til kennslustarfsemi, en ekki fyrir skemmti-
samkomur. Framsögumaður, Bjarni M. Jónsson, hefir lofað að rita
um mál þetta í næsta hefti Menntamála og verður það því ekki nánar
rakið hér í þessari greinargerð.
Kosning í sambandsstjórn. Tilkynnt voru úrslit kosninga í stjórn
sambandsins. Þessir voru kjörnir í aðalstjórn:
Sigurður Thorlacius, formaður.
Aðalsteinn Sigmundsson, varaformaður.
Guðjón Guðjónsson, ritari.
Bjarni M. Jónsson, vararitari.
Pálmi Jósefsson, gjaldkeri.
Gunnar M. Magnúss, varagjaldkeri.
Arngrímur Kristjánsson, meðstjórnandí.
Varastjórn:
Guðmundur I. Guðjónsson.
Ingimar Jóhannesson.
Gísli Jónasson.