Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 11
menntamál
5
þeirra var Geðverndarfélag Islands stofnað hinn 17. janú-
ar síðastliðinn. Þetta félag er öllum mönnum opið. Mark-
mið þess er að glæða skilning manna á mikilvægi andlegrar
heilbrigði, fylkja til sameiginlegra átaka öllum þeim, sem
áhuga hafa á geðverndarmálum, fræða almenning um
þau og beita sér fyrir skipulagsbundinni starfsemi í þágu
aukinnar geðheilbrigði.
Félag þetta mun vart fara geyst yfir fyrst í stað. Jarð-
vegurinn er lítt undirbúinn og byrjunarörðugleikar marg-
ir. Hér þarf svo að segja að byggja upp frá grunni. Mörg-
um manninum mun vera það mjög óljóst, hvernig starfsemi
þessa félags verður hagað, og sumir álíta jafnvel, að hér
sé um eitthvað að ræða, er svífi í skýjum uppi. Svo er þó
ekki. Þvert á móti blasa hér við mjög raunhæf vanda-
mál, bæði mörg og stór.
Við stofnun Geðverndarfélagsins var horfið að því ráði,
að hafa stjórn þess fjölmenna. Eiga sæti í henni meðal
annarra lögfræðingar, kennarar, sálfræðingar, prestar og
læknar. Affarasælast yrði að mínum dómi, að þessi fjöl-
menna stjórn skipti sér niður í starfshópa eftir áhuga-
málum og að hver hópur eða nefnd ynni sjálfstætt að verk-
efnunum, en legði síðan niðurstöðurnar fyrir stjórnina í
heild. En hvernig sem þessu verður hagað, má búast við,
að allmikið undirbúningsstarf verði að vinna, áður en veru-
legar framkvæmdir geti hafizt á meginviðfangsefnum
félagsins.
Að lokum skal ég geta örfárra þeirra mála, sem ég tel,
að félag þetta eigi að beita sér fyrir og styðja. Er hvert
þeirra umfangsmikið vandamál, sem ekki er tök á að ræða
hér ýtarlega, en aðeins drepa á.
Geðheilsuvernd barna. Á þessu sviði er þegar ríkjandi
nokkur almennur áhugi, en minna er um staðgóða þekkingu
og önnur nauðsynleg skilyrði. Hver starfandi læknir veit,
að mikið er um taugaveiklun í börnum á öllum aldri. Mæð-
urnar eru í vandræðum með þessi börn og vita ekki, hvernig