Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL
41
FRIÐRIK HJARTAR SKÓLASTJÓRl:
Stafsetning og stílagerS.
Þar sem ég geri ráð fyrir, að mjög margir barnakenn-
arar noti ofannefnda bók til stuðnings kennslu sinni í
réttritun, vil ég fara nokkrum orðum um þau sjónarmið,
er mestu ráða um skipulag og efnisniðurröðun bókarinnar.
Ég hef gert tilraun til að skipuleggja stafsetningar-
kennsluna, þ. e. ákveða, hvað kenna skuli hverjum ald-
ursflokki. Kalla ég þetta: Námskrá í stafsetningu og stíla-
gerð. Er efnisröðun bókarinnar í samræmi við námskrána,
að svo miklu leyti sem fært er. —
Ég tel sjálfsagt að láta 7 og 8 ára börn læra utan bókar
t. d. 3—4 algeng og auðveld orð á dag, og orð, er þau nota
mjög oft, þótt erfitt sé að stafsetja sum þeirra rétt. Aðal-
atriðið er að fara hægt og festa sjónmynd hvers orðs nógu
rækilega. Sé það gert, er alveg óhugsandi, að 12—13 ára
börn skrifi þaug og þettað — o. fl. svipaðar vitleysur.
Orð 1. kafla eru aðeins sýnishorn, og svo er um flest í
bókinni. Kennararnir bæta við eftir geðþótta og þörfum.
— Rifja má upp með eins konar prófum, (a. m. k. í 8
ára bekkjum), þar sem tekin eru 5—10 orð (eða fleiri) í
senn og börnin látin skrifa.
1 9 ára bekkjum — (sbr. II. kafla) eru orðin notuð á
ýmsa vegu, skrifuð, ýmist heima eða í skólanum, í stíla-
bækur eða á veggtöfluna. Jafnframt séu börnin látin lesa
orðin með skýrum og réttum framburði.
Þá má láta börnin búa til stuttar setningar og málsgrein-
ar, þar sem þau nota orð, er kennarinn ákveður, eitt eða
fleiri í hverja málsgrein — og ýmis önnur (orð) að auki.
Má bæði nota orð úr I. og II. kafla að vild á þennan hátt.