Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 22
16 MENNTAMÁL eru komnir á þessu sviði, bæði í vísindum og framkvæmd. Lega Hollands er á þann veg, að þar njætast enskir, þýzk- ir og frakkneskir menningarstraumar. Það er mesti mis- skilningur að halda, að Holland sé undir yfirgnæfandi áhrifum frá þýzkri menningu; engilsaxneskra og frakkn- eskra áhrifa gætir þar mjög, a. m. k. í sálarfræði og upp- eldisfræði. Þótt Hollendingar séu ekki mjög f jölmenn þjóð, standa þeir framarlega í uppeldisvísindum og hagnýtingu þeirra og eiga marga ágæta fræðimenn á þessu sviði, þótt fæstir þeirra séu mjög kunnir erlendis. Gáfnafar manna er eins og allir kannast við ólíkt. Mikl- um erfiðleikum veldur það oft kennurum, þegar eitthvert barn er í meðallagi eða vel það að almennri greind, en skortir svo tilfinnanlega hæfileika fyrir einhverja náms- grein eða á einhverju vissu sviði, svo að þau geta ekki fylgzt þar með öðrum börnum. Nútíma sálarrannsóknir hafa leitt hér til mikilla framfara. Ef sérstæðum kennslu- aðferðum er beitt við slík börn, geta þau oft náð allgóð- um árangri. Svo er til annar flokkur barna, sem er að al- mennri skynsemi rétt í meðallagi eða ekki það, en skarar langt fram úr öllum þorra manna á einhverju afmörkuðu sviði. Til eru ýmsir undramenn, t. d. á sviði hugarreikn- ings og minnis. Franski sálfræðingurinn Alfred Binet rannsakaði fyrir nær hálfri öld nokkra slíka undramenn eða ofvita og reit um rannsóknir sínar allmikla bók, og er greinargerð hans enn einhver hin bezta, sem til er um þetta efni, því að satt að segja hefur mönnum ekki tekizt vel að skýra hina furðulegu sérhæfileika þessara manna, sem eru rétt í meðallagi að greind og stundum jafnvel áberandi vangefnir. Hollendingur nokkur, Dr. Stockvis, flutti erindi um tvo slíka ofvita, sem hann hafði rannsakað mjög gaumgæfilega, og sýndi annar þeirra okkur listir sínar, en hinn fékkst ekki til að koma sakir feimni. Bræð- ur þessir, sem voru á milli tvítugs og þrítugs, voru kall- aðir Vilhjálmur og Pétur. Vilhjálmur var í meðallagi gef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.