Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 37

Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 37
MENNTAMÁL 31 heldur boðskapurinn um fall mannsins frá guði, ósam- ræmi mannsins við guð. (Og hver hefur ekki lifað sitt syndafall?) Fyrsta skilyrðið til þess, að börnin geti síðar á ævinni tileinkað sér innihald þessarar hjálpræðissögu, sem Biblían sem heild flytur oss, er sú að þau hafi lært sögurnar, og séu ekki verr að sér um biblíuleg fræði en önnur gagnleg fræði. Mér þykir ákaflega vænt um að heyra kennara halda því fram, að unglingarnir ættu að fá að komast í kynni við Biblíuna sjálfa á námsstundum, eins og Steingrímur talar um í grein sinni. En það er eng- in ný kenning fyrir mér, því að próf. Sigurður P. Sívert- sen, sem bjó guðfræðistúdenta undir kennimannlegt starf, hvatti okkur mjög til að nota Biblíuna sjálfa eða Nýja testamentið við kennsluna, og hafa margir prestar farið að ráðum hans um það. í fullri hreinskilni talað, er ég þeirrar skoðunar, að hvað sem að fermingarundirbúningi nútímaprestanna megi finna, taki þeir gömlu prestakyn- slóðinni fram í því að leiða börnin beint til Nýja testa- mentisins. Annað, sem mér þótti mjög þakkarvert hjá Steingrími Benediktssyni, var uppástunga hans um að nota vinnubækur, kort og myndir við kennsluna. Sjálfur fór ég, á mjög ófullkominn hátt að vísu, að nota vinnu- bækur við fermingarundirbúning undir eins á fyrstu prestsskaparárum mínum. Og með kennslubók minni í kristnum fræðum hef ég viljað stuðla að því, að prestar og kennarar reyndu slíkar aðferðir. Þegar ég gerði fyrstu tilraunirnar í þessa átt, hafði ég enga hugmynd um, að slíkt tíðkaðist neinstaðar við fermingarundirbúning presta, enda hygg ég, að það hafi þá verið mjög sjald- gæft á Norðurlöndum. En sumarið 1946 varð ég þess var, að þó nokkrir prestar, bæði í Noregi og Danmörku nota slíkar aðferðir. Vestan hafs, t. d. hjá únitörum, sá ég svo skínandi falleg vinnubrögð við Biblíukennslu, að ég fyrir- varð mig fyrir hönd minnar lúthersku, íslenzku kirkju á íslandi. Það væri verkefni fyrir ungan kennara að fara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.