Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 14
8
MENNTAMÁL
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON PRÓFESSOR:
Frá uppeldismálaþingi
í Amsterdam sumarið 1949.
Dagana 18.—22. júlí s. 1.
var haldið alþjóðlegt upp-
eldismálaþing í Amster-
dam, sem fjallaði um upp-
eldi og meðferð vanheilla
og afbrigðilegra barna, þ.
e. barna, sem eru á ein-
hvern hátt, líkamlega, and-
lega eða hvorttveggja ekki
eins og börn eru flest og
eðlilegt má teljast. Þetta
er hið annað alþjóðamót,
sem fjallar um þessi mál,
hið fyrsta var haldið í Genf
rétt fyrir síðustu heims-
styrjöld, og ráðgert er að
halda framvegis þing um
þetta efni á 8—4 ára fresti
eða eins oft og við verður komið.
Ég var svo heppinn að hafa tækifæri til að sitja þing
þetta á vegum Barnaverndarráðs íslands, sem fulltrúi
þess, og af því að það fjallaði um mál, sem mjög marga
varðar, bæði kennara og foreldra, vildi ég í greinarkorni
þessu drepa á nokkur helztu atriði, sem mér virðist tíma-
bært, að við íslendingar gæfum gaum að og gætum haft
nokkurt gagn af.
Simon Jóh. Ágústsson