Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 32
26
MENNTAMÁL
Og hin ófullkomna kennsla skólanna nú, mundi einnig gera
meira gagn, ef þeir fengju nægilegan stuðning frá prest-
um, heimilum og söfnuðum, en með söfnuði á ég við kirkju-
rækinn söfnuð, sem leitar sér fræðslu um sín sáluhjálpar-
efni, jafnframt því sem hann rækir bænarlíf sitt og
guðsdýrkun.
Ekkert gerist að orsakalausu. Og því mætti nú gjarn-
an spyrja, hvers vegna nýguðfræðingunum hafi ekki
tekizt að vinna það, sem rétttrúnaðurinn hafði tapað, og
leiða fólkið inn í kirkjurnar að nýju. Ég man þá tíð, að
ég og aðrir ungir nýguðfræðingar, sem sátum á skólabekk
fyrir einum aldarf jórðungi, gerðum okkur þá þær vonir,
að sú kirkjulega fræðistefna, sem við fylgdum, mundi
smám saman fylla kirkjurnar, sem höfðu tæmzt á dögum
rétttrúnaðar og gamalguðfræði. Nú er bezt að kannast
hreinlega við það, að okkur hefur ekki tekizt þetta, enn sem
komið er. Til þessa geta legið margar ástæður, en ein er
þó sennilega þyngst á metunum, og vil ég nú reyna eftir
beztu getu að gera grein fyrir henni.
Steingrímur Benediktsson minnist á skynsemishyggj-
una. Hún hefur fyrst og fremst komið fram í því, að svo-
nefnd skynsemisrök hafa aðeins verið tekin til greina í
umræðum um heimskepileg og trúarleg efni. Aðferðir
náttúruvísindanna mótuðu hugsunarhátt fólksins, og þau
lögðu til mælikvarða þekkingarinnar. Þekkingarleitin varð
fyrst og fremst fólgin í því að skoða hlutina utanfrá. Trú-
arbragðafræðslan átti í þessu að lúta sömu lögmálum og
önnur fræðsla. Sumir skólamenn töluðu um, að trúar-
bragðafræðslan ætti að vera svo hlutlaus, að hvorki kenn-
arar né nemendur mættu taka jákvæða afstöðu til trúar-
sanninda. Það hefur verið ríkjandi tilhneiging í skóla-
starfi þessarar aldar að leggja mikla rækt við að fræða,
og er það auðvitað gott og blessað, ef ekki hefði um leið
verið vanrækt að hvetja hina yngri kynslóð til að taka
ábyrga afstöðu til æðstu vandamála lífsins, Þannig þótti