Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 38
32
MENNTAMÁL
til Ameríku og kynnast vinnuaðferðum við kristindóms-
fræðslu í sunnudagaskólum þar.
Segjum nú sem svo, að sjálfri fræðsluskyldunni væri
fullnægt með þessu. Þá kemur sú hliðin, sem snýr að hinni
trúrænu uppbyggingu. Þar er auðvitað mest undir því
komið, hvort kennarinn er sjálfur trúmaður og guðrækinn.
Þó verðum vér að gera oss ljóst, að það er um þessa náms-
grein sem allar aðrar, að kennurum er misjafnlega sýnt
um hana, og þarf ekki að felast í þeirri staðhæfingu nein
óvirðing við námsgreinina né kennarann. Þó get ég ekki
áttað mig á þeim manni, sem ekki finnur í biblíusögu-
kennslunni ærin tækifæri til að snerta barnshjörtun. Hitt
tel ég engan vansa, þó að kennarinn segi börnunum hrein-
skilnislega, að hann sjálfur geti ekki leyst úr öllum
þeirra spurningum, og séu þær sérstaks eðlis, tel ég rétt,
að kennarinn ráðfæri sig við prestinn eða aðra, sem ætl-
andi er, að hafi skilyrði til að leysa úr vandanum. Sé
kennarinn trúr maður, með lotningu fyrir því verki, sem
honum er falið, mun hann engu síður geta rækt kristin-
dómsfræðsluna, þótt hann eigi ekki í huga sér einhverja
alfræðibók með svari við hverri spurningu. Og fátt er
kennurum yfirleitt hættulegra en það, ef börnin fá þá
hugmynd um þá, að þeir viti alla skapaða hluti.
En hvað skal segja um hitt atriðið, hinar trúarlegu iðk-
anir? Hafi kennarinn sérstaka óbeit á því að biðja með
börnunum eða syngja með þeim, er auðvitað ekki rétt að
þvinga neinn til þess. En það geta verið fleiri ástæður til
þess, að kennarar almennt hafi ekki guðræknisathafnir
um hönd í skólum sínum. Ein er sú, að þeir eru feimnir
við að taka upp nýbreytni, þar sem ekki hefur verið um
slíkt að ræða áður. Þeir eru ef til vill hálfsmeykir við, að
spilltur aldarandi taki að kenna þá við einhverja ,,ofsatrú“
og bregða þeim um, að þeir væru að „spila“ sig ,,heilaga“.
En það virðist vera algengur hugsunarháttur hér á landi,
að leikmaður megi helzt ekki láta það spyrjast um sig, að