Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL 29 runa. Það er ekki hægt að bera á móti því, að frjálslyndir menn hafa ekki sótt kirkjurnar hjá prestum af sinni stefnu, fremur en kynslóðin á undan hjá sínum rétttrúuðu kennimönnum. Þeir hafa farið inn í ýms félög, sem fjalla um andleg mál, svo sem guðspekifélög, sálarrannsóknar- félög o. fl. Ekki sé ég, að slíkt þurfi að rekast á þátttöku í kirkjulegu starfi, en reyndin er yfirleitt sú, að menn hafa brugðizt þeirri stefnu Haralds Níelssonar, að öll slík félög ættu kirkju Krists að þjóna og hana að styðja. En meiri hluti frjálslyndra manna hefur hvorki aðhyllzt þessi félög né annan andlegan félagsskap, heldur orðið svo miklir einstaklingshyggjumenn, að þeir eru hvorki kirkju- menn né annað. Þeir sækja hvorki messur til frjálslyndra presta né annarra af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa ekki trú á því að boðskapur prestanna hafi neitt meiri þýðingu en þeirra eigin íhuganir. Meðal þeirra, sem nú eru taldir „rétttrúaðir“, hefur þróunin orðið lítið skárri. Þar ganga menn í félög, eins og K. F. U. M., en maður gengur þess ekki dulinn, að einnig í þeim flokki lýtur sjálf kirkjutilfinningin í lægra haldi fyrir flokkstilfinningunni. Kirkjan og trúin er dæmd út frá sjónarmiði flokkshyggj- unnar, eins og sumir pólitískir menn dæma um föðurlands- ást út frá flokkssjónarmiðum. Leiðin út úr ógöngunum er því ekki sú, að hverfa aftur til þess rétttrúnaðar, sem Steingrímur saknar svo mjög, heldur að þjóðin átti sig á því, að ekkert getur komið í stað kirkjunnar og hinnar kristnu fræða, af því að ef þetta gleymist, mun Jesús Kristur annað hvort gleymast eða verða að óljósri þjóð- sögumynd. Og ef Kristur gleymist, gleymist og kærleikur Guðs og rétt siðferðisvitund mannanna. Mennirnir mundu að sjálfsögðu halda áfram að hugsa um guð og ræða um guð. En það Orð, sem guð hefur talað til mannanna, mundi þá ekki heyrast. Það hefur verið einkennilega títt meðal samtíðar vorrar að líta svo á, að aðrar stofnanir eða félög gætu komið í stað kristinnar kirkju. Ég man þá tíð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.