Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 45
MENNTAMÁL
39
6. Reynsla fyrstu mánaðanna.
Reynsla fyrstu mánaðanna — meðal annars — er sú, að
nauðsyn sé á að raða í deildir eftir þroska og getu í upp-
hafi hvers skólaárs. Síðan sé röðunin endurskoðuð eftir
fárra vikna kennslu. Námsefnið sé svo sniðið við hæfi hvers
þroskastigs. Ég tel, að bekkjarkennsla sé heppileg að mestu
leyti — þó ekki algjör — hjá þroskaminnstu deildunum.
Til þessa starfs þyrftu að veljast sérstaklega hæfir kenn-
arar og reyndir.
7. Ósk kennara og skólastjóra um stöðu skólans
í fræðslukerfi landsins.
Ég tel alveg ótvírætt, að æskilegt sé, að aldursflokkar
skyldunáms gagnfræðastigsins séu ekki í skóla með eldri
nemendum. Þessir tveir aldursflokkar eiga t. d. litla sam-
leið í félags- og skemmtanalífi skólanna. Ég hygg því heppi-
legast væri, að Gagnfræðaskólinn við Lindargötu hefði
aðeins nemendur á skólaskyldualdri gagnfræðastigsins.
Ég veit, að álit samkennara minna er það sama á þessu
máli.
8. Félagslíf nemenda.
Enginn samkomusalur er enn þá í skólanum. Eru því
skilyrði slæm til félagsstarfsemi og skemmtana. Þó hafa
nemendur haldið nokkurar skemmtanir í skólastofum. Hef-
ur hver bekkjardeild kosið fulltrúa úr sínum hópi, sem ann-
azt hafa hverja skemmtun, þannig að tvær bekkjardeildir
hafa verið saman um hverja skemmtun. Þann 18. febr. var
svo árshátíð skólans haldin. Fór hún fram í Skátaheimil-
inu við Snorrabraut.
Hér mætti bæta við, að í öllum frímínútum er f jöldi nem-
enda — sérstaklega piltar — að leik á bletti fyrir framan
skólann. Ber þar mest á boltaleik. Gamli slagboltaleikurinn