Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 63
MENNTAMÁL
57
Árið 1946 luku 74%, en 1948 er árgangurinn í 83.9%.
Árið 1947 luku 77.8%, en 1948 er árgangurinn í 82.3%.
Við þessar endurheimtur bætist svo fjöldi þeirra nem-
enda, sem fara til framhaldsnáms við skóla, sem veita
sundnám og ljúka þar sundprófi, svo að líkur eru til þess
að nú (1950) séu hundraðstölur þessara árganga (1945—
1946—1947) ámilli 85—95%.
Reynsla undanfarina ára sýnir að 5—6% skólabarna
eru of vanheil, til þess að iðka sund.
Vanheil börn eru fleiri í kaupstöðum, en í sveitum.
Þetta sést bezt af eftirfarandi:
Vorið 1948 Sveitir Kaupstaðir
Lokið tilskildu sundprófi 74.9% 87.4%
Vanheil 3.0— 6.7—
Luku ekki sundprófi eða voru ekki
send til sundnáms 22.1— 5.9—
Framkvæmd sundskyldunnar kostar árlega um kr. 750
þúsund. Af þessari upphæð er hlutur ríkissjóðs kr. 250 þús-
und. Meðalkostnaður á hvern sundnemanda er um kr.
100.00.
Ég hefi fyrr í þessari grein skýrt frá hinum góða hug
almennings til sundsins, en þó hefir nokkuð borið á því,
að aðstandendur hafa óskað eftir því að fá undanþágu frá
því að senda barn sitt til sundnáms vorið, sem það tekur
fuilnaðarpróf, vegna þess að þeir hafa sagzt ætla að senda
barn sitt á þennan eða hinn framhaldsskólann og þar læri
það að synda.
Slíkar undanþágur hafa ekki verið veittar, en þó hafa