Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 46
40
MENNTAMÁL
er þar kominn í tízku. Auðveldar þetta mjög að koma nem-
endum út í frímínútum, því að segja má, að allir drengir
séu roknir út, jafnskjótt og kennslustundum er lokið.
Tekizt hefur að koma í veg fyrir búðarráp nemenda í frí-
mínútum. Kostaði það allmikið umstang í byrjun, en síðan
hefur verið vandalítið að halda uppteknum hætti.
9. Skólastjóri.
a) Nám hans og kennslustörf.
Ég lauk stúdentsprófi árið 1929 í Reykjavík. Næsta vet-
ur kenndi ég í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum.
Þrjú næstu ár var ég við nám í Þýzkalandi. 1 árslok 1933
lauk ég kennaraprófi í Verzlunarháskólanum í Núrnberg.
Frá þeim tíma hef ég kennt í ýmsum framhaldsskólum í
Reykjavík, en síðustu árin eingöngu í Gagnfræðaskólan-
um í Reykjavík. Fjögur síðustu ár hafði ég á hendi umsjón
þeirra deilda skólans, sem voru í Sjómannaskólanum.
b) Þýðingarmesta starfið, sem leysa
þarf við þinn skóla.
Fyrst og fremst þarf að ljúka viðgerð og breytingum á
skólahúsinu og afla betri húsgagna, því að nokkur hluti
þeirra er ekki viðhlítandi. í kjallara hússins mætti fá
vinnustofu handa piltum, eða — ef til vill — samkomusal.
1 lofthæð þyrfti að fá kennslustofu fyrir náttúrufræði,
íbúð handa húsverði o. fl. eftir því sem aðstæður leyfa.
Lóð skólans þyrfti að girða. Er það auðvelt, því að hún
er þegar afgirt á tvo vegu.
Ég hef góðar vonir um þetta fáist þegar á næsta sumri,
því að borgarstjóri hefur frá upphafi sýnt mikinn áhuga
á viðgangi skólans.