Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 48
42
MENNTAMÁL
Hér er sýnishorn. Kennarinn skrifar t. d. þessi orð á
veggtöfluna:
1) og — ég — þú — við — þið — þetta — þau — það
— hann. Börnin búa til málsgreinar, t. d. Ég og þú. Við og
þið. Þetta eru þau. Það er gott. Hann kom í gær. —
2. afi — amma — pabbi — mamma — heimili. Afi og
amma eru orðin gömul. Pabbi minn heitir Jón. Mamma
mín er alltaf góð við mig. Mér þykir vænt um heimili mitt.
Stafsetningaræfingar bókarinnar má nota á ýmsa vegu,
og hafa kennarar auðvitað um það frjálsar hendur.
Ég skal nefna þær aðferðir, er ég mæli með:
1. Börnin skrifa upp úr bókinni, ýmist heima eða í
skólanum. (Krafizt vandvirkni um frágang).
2. Börnin skrifa á veggtöfluna, (töflustílar) eitt eða
fleiri í einu að vild kennarans. Hin börnin skrifa í stíla-
bækur sínar. Kennarinn lætur þau börn, er sjá villur (á töfl-
unni), rétta upp hönd. Villur allar leiðréttar og skýrðar.
Kennarinn tekur síðan stílana og athugar þá. Ræðir nið-
urstöður í byrjun næsta réttritunartíma.
3. Lesið fyrir. Börnin skrifa í stílabækur sínar. —
(Kennarinn leiðréttir).
4) Börnin keppa á töflu (töflustílar). Annað hvort
keppa kynin (dr. og st.) eða skipt er liði líkt og gert er
í boltaleik og bændaglímu.
Villur leiðréttar strax. Flokksforingjar skrifa þær hjá
sér. Gert upp t. d. eftir mánuð. Þá skipt liði að nýju. (Þessi
aðferð vekur mikinn áhuga flestra barna, og er mjög vin-
sæl og vænleg til árangurs). —
Ég ætlast til að æfingar bókarinnar séu teknar í þeirri
röð, sem þær eru í. — Verkefnin nota kennarar, þegar þeim
finnst þau muni hæfa bezt þroska nemenda sinna. —
Bundnir myndastílar eru m. a. ágætir um að kenna
börnunum að mynda málsgreinar og semja. Má haga
myndastílum á marga vegu. í bókinni eru sýnishorn 1. og
2. stigs, þ. e. léttustu stigin, þar sem nemendunum er hjálp-