Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 40
34
MENNTAMÁL
KRISTINN ÁIiMANNSSON YFIRKENNARI:
KennaraþingiS í Stokkhólmi
1. til 5. ágúst 1949.
Þetta kennaraþing var m. a. að því leyti athyglisvert,
að tvö stór kennarasambönd stóðu að því, ýmist á sam-
eiginlegum fundum eða hvort í sínu lagi. Þessi sambönd
eru: 1) Alþjóðasamband framhaldsskólakennara, F. I.
P. E. S. 0. og 2) Alþjóðasamband kennara, í. F. T. A.
Auk þess voru á þinginu fulltrúar frá World Organisation
of the Teaching Profession (W. 0. T. P.).
Annað aðalumræðuefni þingsins var einmitt að taka af-
stöðu þessara tveggja sambanda til allsherjarsambands-
ins, W. O. T. P. En sérstök frönsk nefnd hafði undirbúið
málið og lagði það nú fyrir þingið. Yfirleitt voru menn
sammála um það, að sjálfsagt væri, að ,,Fipeso“ gerðist
þátttakandi í Alþjóðasambandinu, en um það var deilt,
hvort kennarafélög einstakra landa ættu að ganga beint
inn í Alþjóðasambandið, eða fyrst inn í ,,Fipeso“ og „Ifta“,
og þau síðan inn í Alþjóðasambandið. Hið síðara var sam-
þykkt með miklum meiri hluta. — Það kom greinilega
fram í umræðunum, að menn töldu rétt, að kennarar allra
skólastiga hefðu meiri samvinnu sín á milli en áður.
Hitt aðalumræðuefnið á þessu þingi ,,Fipeso“ var fram-
haldsmenntun kennara. Þegar fyrir löngu hafði ritari
„Fipeso“ Miss Lawson, sent út spurningar, til hinna ein-
stöku félaga, en sænski ritari mótsins, dr. Thoren, hafði
unnið úr svörunum. Umræðunum var skipt í tvennt: 1)
„praktisk“ menntun og 2) fræðileg menntun. Fyrra atriðið