Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 3
ÞÓRARINN BJÖRNSSON:
Á víS og dreif,
(Þetta er úr ræðu, sem flutt
var á fundi hjá Kennarasam-
bandi Eyjafjarðar, en það átti
25 ára afmæli síðastliðið haust.
Bið ég afsökunar á, að þetta
er harla sundurlaust hrafl. Ræð-
an var upphaflega flutt að mestu
blaðalaust, og þar sem alllangt
er liðið frá, er hér aðeins um
að ræða lauslega endursögn á
helztu atriðum hennar. En rit-
stjóri Menntamála óskaði eftir
efni ræðunnar, og sá ég mér
ekki fært að skorast undan,
enda fyrir góðan að gera. Höf.)
Ég byrja á því að árna
Kennarasambandi Eyja-
fjarðar heilla á merkum
tímamótum á starfsferli
þess. Því miður er mér saga þess næsta ókunn, en þó hef
ég hugboð um, að það hafi unnið í kyrrþey notadrjúgt
starf, af eyfirzku yfirlætisleysi og með eyfirzkri farsæld.
Óska ég, að störf þess í framtíðinni auðkennist af sömu
heill.
Ég flyt hér ekkert fræðilegt erindi, heldur mun ég rabba
á víð og dreif. Ég lofaði heldur aldrei öðru, og auk þess
hef ég hæfilega trú á hátíðlegum kenningum í uppeldis-
fræði. Verkefni mín og reynsla eru öll í starfi, og læt ég
Þórarinn Björnsson.