Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL
99
lega alvöru. Auk þess hafa þau ekki of mikla peninga,
sem stundum leika illa efnaðra manna börn. Hins vegar
hafa þau peninga-öryggi innan þröngra takmarka, þar
sem eru föst, en lág laun föður. Leiðin liggur því um hinn
heilbrigða meðalveg, milli ofgnóttar og örbrigðar. Börn-
in fá sinn farsæla deilda verð, stundum þó í rýrara lagi,
en slíkt brýnir þau aðeins til frekari sóknar. Margir
kennarar munu og vera menn, sem eru að sækja á bratt-
ann, og börnin erfa þann eiginleika. Þau verða haldin
heiðarlegri framgirni.
SkólaJcerfið. Með fræðslulögunum nýju var skólakerfið
fellt í óþarflega fastar skorður. í slíkri löggjöf verður að
hugsa meira um lífrænan sveigjanleika en fallegan heild-
arsvip á pappírnum. T. d. virtist það of langt gengið að
banna með lögum, að gagnfræða- eða miðskóladeildir
mættu vera við menntaskóla, þó að aðstæður leyfðu, en
það skal ekki rætt nánar hér. Eins munu lögin hafa fært
héraðskólana um of í stakk bæjarskólanna, því að sitt
hentar hvoru, strjálbýli og fjölbýli.
Annars er skoðun mín sú, að börnin eigi að vera í
barnaskóla til 14 ára aldurs, eins og áður, og skólaskyldan
ekki að ná lengra. Hjá börnum er nú rík tilhneiging til að
verða of snemma fullorðin. Undir hana má ekki ýta með
því að færa þau ofar, áður en þörf krefur. Það spillir
eðlilegum og farsælum þroska, ef barnið fer of snemma
að lifa og láta eins og fullorðinn maður. Það er eitt mein
íslenzkrar æsku. Börnin eru ekki nógu lengi börn. Ungl-
ingarnir týna æskunni, hugljúfasta kafla ævinnar, hinu
sæla draumaskeiði. Tilhlökkunin hverfur úr lífinu, af því
að aldrei er beðið eftir neinu. Menn verða ofsaddir fyrir
aldur fram, hætta að njóta nokkurs, fer jafnvel að leið-
ast mitt í öllum skemmtunum. Við verðum að reyna að
varðveita barnssálirnar sem lengst.
Þá má telja víst, að það myndi bæta gagnfræðaskól-
ana, ef þar væru engir skyldunemendur. Skólarnir myndu