Menntamál - 01.08.1957, Qupperneq 50
144
MENNTAMAL
stöðuglyndi og þar sem heimilisbragur er nokkurn veginn
eðlilegur. Sállækningin er þess ekki megnug að bæta úr
meinsemdum, sem stafa af göllum í þjóðfélaginu eða jafn-
vel þjóðskipulagi, og það er helduy ekki hlutverk hennar
að vekja óánægju fólks eða fá það til að sætta sig við þær
þjóðfélagslegu aðstæður, sem það á við að búa. Engu að
síður er hún þess umkomin að benda ráðamönnum á margt,
sem betur mætti fara, en það mál er ekki ætlunin að
ræða hér.
Ég hef nú rætt lauslega þrjú markmið foreldravið-
talanna:
1) Tryggja jákvætt horf foreldanna til lækningarinnar
á barninu.
2) Reyna að breyta afstöðu foreldranna til barnsins.
3) Gefa foreldrunum innsýn í vandamál sín og fjöl-
skyldunnar og hjálpa þeim til að leysa þau.
Að lokum vil ég svo geta fjórða markmiðsins, ef mark-
mið skyldi kalla, þar eð það má kallast eðlileg afleiðing
velheppnaðra foreldraviðtala. Þau hjálpa ekki einungis
foreldrum við uppeldi þess barns, sem lækningarinnar
nýtur, heldur og við uppeldi systkinanna, hvort sem þau
eru þegar fædd eða fæðast síðar. Foreldrarnir verða al-
mennt séð betur undir það búnir að glíma við algeng upp-
eldisvandamál, sem allir foreldrar hljóta að fást við. Þeir
geta einnig haft heillavænleg áhrif á þá feður og mæður,
sem þeir þekkja. Hvarvetna, þar sem mæður ræðast við,
ber börn á góma fyrr eða síðar í samtalinu. Og sú móðir,
sem skilur sín eigin uppeldisvandamál og hefur tamið sér
athugun á börnum sínum, hefur sitthvað til málanna að
leggja, sem aðrir njóta góðs af. Enda þótt vandkvæði
barna séu næsta fjölbreytileg, er þeim þó öllum sameigin-
legt, að þau eru til orðin í sambandi foreldra og barna og
að miklu leyti vegna þess.
Gagnsemi sállækningarstöðvar er því ekki sízt í því