Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Page 41

Menntamál - 01.08.1957, Page 41
MENNTAMÁL 135 hænast að og fá traust á, — og hann þarf ennfremur ao vita skil á sinni eigin bernsku og hafa fengið lagfærðar þær misfellur, sem orðið hafa. I nóvember, s. 1. var mér falin lækning á 7 ára telpu. Hún fékk martröð að heita má á hverri nóttu og gekk í svefni. í fyrsta skipti, sem hún kom inn til mín, var hún ekki fáanleg til að segja eitt einasta orð, en faldi sig úti í horni og hafði fingurinn í munninum. Ég lét sem ég tæki ekki eftir þessu, en gekk að leikfangaskápnum og tók að leika mér að brúðum. Eftir nokkra stund færði hún sig nær og fór að horfa á mig. Um það bil er tímanum lauk, hafði ég fengið hana til að taka eina brúðuna og klæða hana í fötin. Á svipaðan hátt liðu allmargir tímar. Loks kom þó að því, að ég gat dregið mig út úr leiknum og lát- ið hana leika sér eina, en lengi vel var kjarkur hennar ekki meiri en svo, að ef ég horfði á hana, hætti hún að leika sér. Ég minntist annað veifið á það við hana, hvers vegna hún kæmi hingað til að leika sér, til manns, sem hún þekkti ekki. Ég lét í það skína, að henni liði ekki vel og hún hugs- aði oft ýmislegt, sem hún gæti ekki sagt frá í orðum, en leikur hennar sýndi mér, um hvað hún væri að hugsa. Og því til sönnunar, að ég skildi hana, túlkaði ég stund- um leik hennar. Fyrst var hún mjög hikandi, efaðist sýni- lega um, að það, sem ég segði, væri rétt og var í miklum vafa um, hvort hún ætti að trúa mér fyrir leyndarmálum sínum. En að lokum bar þó löngunin sigur úr býtum, og hún tók að leika sér hiklaust. Hún sullaði heilmikið með vatni, og ég gætti þess vandlega, að vanda ekki um við hana, þó að oft yrði mjög sóðalegt inni hjá okkur, því að niér skildist, að tilgangurinn með sullinu væri meðal ann- ars sá, að prófa hvort það væri rétt, sem ég segði, að ég væri öðru vísi en aðrir fullorðnir og gæfi henni leyfi til að gera (og hugsa) það, sem aðrir bönnuðu stranglega. Hún málaði mikið með vatnslitum (t. d. kassa með eitruð- um ávöxtum) og mótaði ýmsar furðufígúrur í leir. í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.