Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 17
MENNTAMAL
111
Hér skal drepið á þau atriði, sem ég tel hafa valdið —
og valda — því, að of fátt fólk hefur um árabil leitað sér
kennaramenntunar.
1. Eins og kunnugt er, hefur eftirspurn eftir vinnu-
afli verið mun meiri nærfellt 2 síðustu áratugina en fram-
boðið. Unglingar um 16 ára aldur hafa því getað fengið
vel launaða atvinnu að loknu miðskóla- eða gagnfræða-
prófi, og jafnvel þótt því hafi ekki verið til að dreifa. Þeir
hafa því ýmist talið, að ekki væri ástæða til frekari skóla-
menntunar eða ætlað að safna fyrst nokkru fé og fara
síðar til framhaldsnáms.
2. Mestur hluti þessara unglinga, sem lokið hafa „lands-
prófi“ — þ. e. landsprófi bóknámsdeildar miðskóla — og
héldu áfram skólanámi, hafa valið menntaskólana. Mér
er kunnugt um allmarga slíka nemendur, sem völdu frem-
ur menntaskóla en Kennaraskólann sökum þess, að þeir
töldu sér þá von meiri frama, þótt þeir færu ekki í há-
skóla. Þá vissu þeir og það, að stúdentar gátu farið í Kenn-
araskólann og lokið þaðan kennaraprófi eftir eins vetrar
nám.
B. Þegar leita hefur þurft eftir mönnum til kennslu —
þótt eigi hefðu þeir kennarapróf — sökum þess, að eigi
var völ á kennaraprófsfólki, hafa alloft komið svör á þessa
leið: „Ég er búinn að fá nóg af ítroðslu í skólum þeim, er
ég hef numið í og get vart fengið mig til þess að fara nú
sjálfur (sjálf) að troða einhverju bókviti í krakka, sem
ekkert eða lítið geta lært.“
4. Þar eð svo fá ár eru síðan Háskóli íslands hóf kennslu
í uppeldisfræðum og öðrum námsgreinum fyrir þá, er búa
vilja sig undir kennslu í gagnfræðaskólum og öðrum
skólum hliðstæðum, er tiltölulega lítil reynsla fengin fyrir
þessari kennaradeild. En það, sem af er, verður vart ann-
að sagt en að aðsókn að uppeldisfræðináminu er mun
minni en málefni standa til. Ég veit til þess, að stúdentar,
sem verið hafa í Háskólanum til þess að taka að sér kennslu