Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL
109
6. Sérkennarapróf (íþróttir, handav., mat -
reiðsla, söngur o. fl.) ................ 91 maður
7. Stúdentspróf ........................... 16 menn
8. Án kennaraprófs ........................ 3 menn
Samtals 265 menn
Mismunurinn á tölu fastra kennara skólaárið 1956—57
— þ. e. a. s. 260 — og samtölunnar hér að ofan stafar af
því, að 5 þeirra, sem að ofan eru taldir, taka föst laun sem
barnakennarar, þótt þeir kenni að miklu leyti við gagn-
fræðastigið.
Sérkennararnir (6. tölul.) hafa langflestir kennara-
próf í kennslugreinum sínum. Af 174 kennurum í almenn-
um námsgeinum eru 63 — eða rúmlega 36% — sem hafa
ekki próf í uppeldisfræði, sálarfræði, kennslufræði og
kennslu.
Augljóst er, að sú aukning, sem orðið hefur og verður
á nemendatölu barnaskólanna, kemur fram litlu síðar í
skólum gagnfræðastigsins.
Þótt meginþorri þeirra 74% gagnfræðakennara, sem í
starfi eru, haldi því áfram og kennarapróf frá Kennara-
skóla íslands veiti rétt til kennslu í unglingaskólum, þá
er fyrirsjáanlegur hörgull á kennurum í mið- og gagn-
fræðaskólum með þá menntun, sem krafizt er í lögum um
gagnfræðanám.
Þá er og þess að geta, að samkvæmt lögum um iðnskóla
frá 1955 eru gerðar sömu kröfur til menntunar iðnskóla-
kennara og til gagnfræðaskólakennara.
í þessu spjalli mínu er ekki rætt um þörf fyrir kennara
í sérgreinum — þótt þeir séu taldir með í yfirliti um tölu
fastra kennara, því að yfirleitt er ekki hörgull á þeim,
nema í söng.
Ástæðan fyrir þörf á fjölgun kennara er ekki aðeins
vegna síaukins nemendafjölda í skólum. Þar koma einn-