Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 18
112
MENNTAMÁL
að loknu námi, hafa sagt, að uppeldisfræðin væri vart svo
nauðsynleg námsgrein, sem ýmsir vildu vera láta, úr því
að eigi væri fastur kennari, þ. e. prófessor, í þeim fræðum.
Þá hefur einnig verið sagt við mig, að það mundi vart þörf
á neinum uppeldisvísindum til þess að læra, hvernig troða
ætti þeim námsgreinum 1 gagnfræðaskólanemendur, sem
til er ætlazt. Það, sem stúdentar hefðu sjálfir lært í gagn-
fræða- og menntaskólum, ætti að nægja til þess.
5. Þótt það, sem frá er skýrt í 3. og 4. lið hér á undan
um kennsluhætti — þ. e. ítroðslu — í barna- og gagn-
fræðaskólum eigi ekki við um alla skóla þessara skóla-
stiga, þá eru starfshættir of margra þeirra þannig, að þeir
laða ekki hugi ungs fólks til undirbúnings undir kennslu-
störf.
6. Kennaraskóli íslands hefði ekki getað — og getur
ekki — fullnægt kennaraþörfinni í barnaskólunum í því
húsnæði, sem hann hefur yfir að ráða. I skólahúsinu við
Laufásveg eru aðeins 4 sómasamlegar kennslustofur. Um-
ferð um götur þær, sem næst liggja skólanum, er orðin
svo mikil, að ekki heyrist „mannsins mál“ í kennslustund-
um. Kennsla í sérgreinum og æfingakennsla er víðs vegar
um bæinn og verða nemendur því að þeysast milli staða
í bænum eins og útigangshross, sem leita haglendis. Að-
staða nemenda til náms utan kennslustunda, uppeldis-
fræðilegra athugana og félagstarfa er engin í skólanum.
Hið vel menntaða kennaralið skólans fær ekki notið sín —
fremur en nemendurnir — við þessar aðstæður, húsnæð-
isleysi og hávaða. Það er engin furða, þótt ungt fólk, sem
spurnir hefur af þessu, sækist ekki mjög eftir því að stunda
nám við þær aðstæður, sem Kennaraskólinn býr við.
7.1II. kafla laga frá 1947 um menntun kennara er þeim,
er lokið hafa kennaraprófi, veittur réttur til þess að
stunda nám í kennslustofnun Háskólans í uppeldisvísind-
um. Þetta hefur ekki komið til framkvæmda, og hefur