Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 16
110
MENNTAMÁL
ig til greina orlof starfandi kennara, heimild til afslátt-
ar kennskuskyldu við 55 og 60 ára aldur og vegna ýmissa
starfa í þágu skólanna, og færri nemendur eru nú ætlaðir
á hvern fastan kennara í barnaskólum með færri en
150 nemendum og í skólum gagnfræðastigsins, en var fvrir
fáum árum.
II. HVAÐ VELDUR KENNARAFÆÐINNI?
Launakjör kennara breyttust mjög til samræmis við
laun annarra embættismanna með launalögunum 1945 og
þó enn betur, er launalögunum var breytt í árslok 1955.
Orlofsár, fækkun kennslustunda við 55 og 60 ára aldur,
sómasamleg eftirlaun, langt sumarleyfi, jóla-. og páska-
leyfi og önnur fríðindi eru meiri en aðrir embættismenn
eða starfsstéttir njóta.
Þá hefur og verið vitað, að vart mundu þeir menn,
sem lykju sómasamlegu kennaraprófi, hvort heldur væri
úr kennaraskóla eða háskóla, þurfa að kvíða langri bið
eftir kennarastöðu.
Margir leiðtogar þjóðarinnar hafa á síðustu áratug-
um látið í ljós álit sitt — í ræðu og riti — um hið mikil-
væga hlutverk skólanna og þýðingarmikla starf kenn-
aranna í þágu þjóðarheildarinnar. Eigi verður heldur
annað sagt en að fólk almennt hafi sýnt skilning á störf-
um kennara.
Ekki hefur fræðslumálastjórnin íþyngt kennurum með
ströngum fyrirmælum um meðferð námsefnis, námskröf-
ur o. þ. u. 1., svo að þess vegna væri erfitt fyrir þá að nota
þá starfshætti í skólunum, sem þeir teldu æskilegasta.
Frekar mætti segja hið gagnstæða, þ. e., að fræðslumála-
stjórnin hafi hvatt til frjálsræðis í þessum efnum, m. a.
með því að „reyna og prófa sem flest“ — þó með gát.
Hvað hefur þá váldið því, að eigi skuli miklu fleiri
sveinar og meyjar hafa leitað sér kennaramenntunar en
raun hefur á orðið?