Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 24
118
MENNTAMÁL
— og 2) hvaða undirbúningur væri nauðsynlegur kennur-
um, sem ættu að starfa í vanyrktum löndum.
Um fyrra atriðið segir nefndin: Nefndinni kom saman
um, að vanyrkt gæti land talizt, ef auðlindir þess væru
ekki fullnytjaðar, hvort sem þessar auðlindir væru mann-
legir hæfileikar eða náttúruauðlindir.
Um síðara atriðið farast nefndinni orð á þessa leið: Það
var einróma álit, að kennari, sem á að starfa í vanyrktu
landi, þurfi ekki aðeins að hafa hlotið almennan undir-
búning, heldur þurfi hann að hafa sérmenntun á ákveðn-
um sviðum. — Um það efni komu fram eftirfarandi til-
lögur:
1. Skerpa ber skilning kennarans á umhverfi því, sem
hann á að starfa í, og á þörfum þess lands, sem hann á að
þjóna. Francis Dragg frá Bandaríkjum Norður-Ameríku
sagði, að kennarinn þyrfti ekki aðeins að vera góður kenn-
ari, sem lokið hefði undirbúningsnámi sínu með sóma,
heldur þyrfti hann og að eiga sér ríka félagsvitund og
vilja til að hjálpa samfélaginu.
2. Forrestier frá Frakklandi sagði, að takmark kenn-
arans ætti ekki aðeins að vera það að bæta efnahag þjóð-
arinnar, sem hann starfaði með, heldur einnig að gefa
gaum að siðrænum og félagslegum verðmætum hennar.
Gaffud frá Filippseyjum lagði einnig áherzlu á, að fram-
farir í vanyrktum löndum mættu ekki kosta það, að and-
legum og menningarlegum verðmætum þeirra væri stofn-
að í hættu.
3. Yellin frá ísrael lagði áherzlu á, að með undirbún-
ingi kennara skyldi stefnt að því að þroska með þeim
anda forgöngu og framtaks. Áheyrnarfulltrúinn frá Singa-
pore taldi, að eldleg ættjarðarást væri kennurum einnig
nauðsynleg.
4. Perera frá Ceylon áleit, að námsefni kennaraskóla
handa kennurum vanyrktra landa þyrfti að vera með al-
gerlega sérstöku sniði.