Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 66
160
MENNTAMAL
„Vér teljum oss hafa komizt að raun um það, að treg-
greind börn nái miklu betri árangri með hljóðaaðferð-
inni. Tvíburahópurinn, sem þessi niðurstaða er fengin
með, hefur mgrv. 87.4.“
„í sambandi við þessar niðurstöður er vert að taka það
sérstaklega fram, að yfirburðir þess tvíburahóps, sem
kennt var með hljóðaaðferðinni, eru alls ekki fengnir á
kostnað efnisskilningsins“ (bls. 150—151).
Næslund fer mörgum orðum um betri árangur, sem
hann telur greindari helming tvíburanna ná með orð-
myndaaðferðinni. Ég hef áður bent á, hve hæpnar þær nið-
urstöður eru. Af 5 börnum „greindari helmingsins" hafa
þrjú grv. 91—93, sem er langt neðan við meðallag, svo að
skiptingin virðist allvafasöm. Raunverulega ná aðeins 2
börn úr om.-hópnum betri árangri í lestri en systkini
þeirra í hlj.-hópnum, og þau eru alls ekki sambærileg að
greindarþroska, annað hefur grv. 129, hitt 91. Það verður
að teljast afarhæpið að draga af þeim almennar ályktan-
ir um yfirburði orðmyndaaðferðarinnar fyrir greindari
hluta nemenda1).
Rannsókn Næslunds mun ekki verða talin til stórvið-
burða í sögu lestrarkennsluaðferðanna. Til þess er hópur
hans of fámennur. Yfirburðir hljóðaaðferðarinnar hafa
sannazt í miklu víðtækari rannsóknum á síðari árum, eins
og t. d. í rannsókn dr. Donald C. Agnew frá 1939, við Duke-
háskólann í Bandaríkjunum. Dr. Agnew prófaði 3. árs
skólabörn (9 ára bekki) tveggja borga Norður-Carolinu,
Raleigh, þar sem orðmyndaaðferðin er einráð, og Dur-
ham, þar sem hljóðaaðferðinni er beitt. Alls notaði hann
1) í þessu sambandi má minna á, að meðan rannsókn Næslunds stóð sem
hæst, 1954, komst einn af kennurum Teachers College við Columbíaháskól-
ann i Bandaríkjunum, dr. Ruth Strang, að gagnstæðri niðurstöðu: „Það
má vel vera, að hljóðaaðferðin henti betur hraðnæmum börnum en tor-
næmum, af því að hin fyrri hafa betri hljóðgreiningarhæfileika." Sjá
Flesh.: Why Johnny Can’t Read, bls. 20.