Menntamál - 01.08.1957, Blaðsíða 75
MENNTAMÁL
169
margt og mikið, því aS margir möguleikar blasa við í því
máli, bæði líkama og sál til endurnýjunar.
Við munum öll kannast við, að hvíld í faðmi frjálsrar
náttúru er sérhverjum manni holl hvíld og nauðsynleg
einhvern tíma á árinu, og aldrei eru raddir náttúr-
unnar fegurri né fyllri af djúpum lífssannindum og lífs-
þrótti en á vorin eða fyrri hluta sumars. Á þeim dýrðar-
dögum eiga kennararnir einmitt að gleðjast sameiginlega
og fræðast hver af öðrum um heppilegar kennsluaðferðir.
Kennarastéttinni er nauðsynlegt að standa þétt saman
í fleiru en því, sem við kemur launamálum og kjarabót-
um.
„Sameinuð getum við sigrað“, ef við viljum koma í fram-
kvæmd umbótamálum, æskunni í landinu til þroska og
blessunar.
Okkur er falið á hendur eitt af hinum þýðingarmestu
störfum þjóðfélagsins, að eiga að vera, ásamt foreldrun-
um, mótendur barna og unglinga í landinu til ýmiss konar
siðgæðisþroska og lífsviðhorfa.
Gerum við okkur fyllilega ljóst, hversu hlutverkið er
vandasamt og víðtækt?
Erum við ánægð með árangurinn af störfum okkar í
sambandi við þroska æskufólksins ?
Gerum við allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að
i’eyna að ala upp góða og göfuga hugsjónarmenn, — feg-
urðardýrkendur, er mikið vilji á sig leggja fyrir fóstur-
jörðina og aðra menn?
Ég álít, að ungt fólk, prúðmannlegt og hraust, með heit
og stór hjörtu, sem full eru af kærleika til Guðs og manna
sé meiri þjóðarauður en stóru heilarnir, sem fullir eru
af heppilegum svörum við ýmsum ólífrænum spurningum
og vitneskju og löngun til þess að koma ár sinni sem bezt
og auðveldlegast fyrir borð á hafi efnishyggjunnar, án
tillits til annarra manna.
Þess vegna er það einlæg ósk mín og tillaga, að við kenn-