Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Side 20

Menntamál - 01.08.1957, Side 20
114 MENNTAMÁL skyldunámsskólanna, svo fljótt sem kostur er, til leiðbein- inga og styrktar kennurum og nemendum þeirra til vel- farnaðar. Þeir leiðbeini einnig um atvinnuval eftir föngum. 7 fjórða lagi: Hraðað verði byggingum hagkvæmra skóla- húsa eftir megni og þau búin þeim hjálpar- og kennslu- tækjum, sem nauðsynleg eru nemendum til skilningsauka og liðsinnis við sjálfstæð námstörf og athuganir. IV. LOKAORÐ. Hverju sem fram vindur í skóla- og uppeldismálum þjóðarinnar í náinni framtíð, þá tel ég mestu máli skipta, að hið allra bráðasta verði unnt að skapa verðandi og starfandi kennurum sómasamlega aðstöðu í Kennaraskól- anum og Háskólanum til þess að geta hlotið þar staðgóða menntun undir leiðsögn sérfróðra manna á sviði kennslu- og uppeldismála. Meðan menn kenna, verða þeir að halda áfram að læra. Annars er hætt við, að starfsgleði þeirra dvíni, og starfs- árangurinn fer eftir því. En starfsglaðir, áhugasamir og fórnfúsir kennarar ná allajafnan góðum árangri í skóla- og uppeldisstörfum sínum, hvar svo sem leiðir þeirra liggja. Hér skal látið staðar numið í spjalli mínu um þetta al- vörumál. Vel er mér ljóst, að nánar hefði þurft að fjalla um ýmislegt af því, sem á hefur verið drepið, og vert að taka fleiri atriði til meðferðar. En þar eð flestir kenn- arar og skólamenn munu hafa velt þessum málum fyrir sér, eigi síður en ég, þá vona ég, að það verði virt mér á betri veg, sem áfátt er í þessum hugleiðingum mínum. Að lokum þetta: Við þurfum að fá fleiri kennara, vel menntaða menn og síleitandi að því, sem skólaæskunni og þjóðinni allri má til velfarnaðar verða. Kennaraskóli íslands og Háskóli íslands leggja drýgstan skerf til undir- búnings því, að þetta megi takast. H. El.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.