Menntamál - 01.02.1970, Side 20

Menntamál - 01.02.1970, Side 20
----------------------------- Hugtökin handleiðsla og ráðgjöf v______________________________> í sögulegu ágripi kemur fram, að sálfræðistörf í skólum eiga rætur að rekja til nokkuð ólíkra þekkingarsviða innan sálfræðinnar. Þessar grein- ar eru m. a. uppeldissálfræði og klinisk sálfræði. En upptök starfsins má einnig rekja til félags- legra og læknisfræðilegra vandamála. Sálfræðin er tæplega aldargömul sem sjálfstæð fræðigrein. Skilgreining hugtaka er mikilvægur þáttur í þró- un allra fræðigreina. Atferli, andlegt og líkam- legt, er höfuðviðfangsefni sálf'ræði. Atferli í þess- ari merkingu er þó ekki auðvelt að fella í hug- takakerfi, sem sannprófa megi með aðferðum náttúruvísinda. Mest af starfi brautryðjenda í sálfræði hefur farið í að setja fram tilgátukeríi til skýringar á atferli og síðan þreifa sig áfram með nýjar tilraunaaðferðir, sem nothæfar væru. Hugtakaóvissa, tilkoma nýrra hugtaka og endur- túlkun þeirra eldri er því einkenni á fræðigrein, sem er í mótun og vexti. Elugtök, sem varða störf skólasálfræðinga, eru dæmi um þetta. Hugtök eins og handleiðsla (guidance) breyta beinlínis um merkingu eftir löndum og tungu- málum. Ný fræðileg sjónarmið koma franr og þar með oft breyttar vinnuaðferðir (t. d. kenn- ingar C. R. Rogers og aðferð hans um aðhverfa ráðgjöf (non-directive counseling)). Stundum eru sett lög eða reglugerðir, þar sem notuð eru hug- tök, er síðan verður að gefa sérfræðilegt inntak. Á öðrum stað eru talin upp nokkur hugtök, sem varða sálfræðistörf í skólum. Fylgja þeim skýringar, að vísu stuttar og ekki eins linitmiðað- ar og æskilegt væri. En hugtökin handleiðsla og ráðgjöf eru svo mikilvæg fyrir sálfræðistörf í þágu skóla að óhjákvæmilegt þykir að skýra þau sér- staklega. Skal nú gerð tilraun í þá átt. Þetta er þó erfitt, þar eð sæmilega fullnægjandi skýringar fela oft í sér, að áliti þess er þetta ritar, langa og flókna sögu um þróun sálfræðilegra starfa í mörgum löndum og innbyrðis áhrif þeirra á fræði- leg viðhorf og kenningar sálfræðinga. Lesendur eru því beðnir að sýna umburðarlyndi, ef skýr- ingar eru ófullnægjandi eða jafnvel villandi að þeirra dómi. Hugtökin handleiðsla (guidance) og ráðgjöf (counseling) eru samslungin og sögulega tengd a. m. k. í hinum enskumælandi heimi. M ENNTAMÁL 14

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.