Menntamál - 01.02.1970, Page 24

Menntamál - 01.02.1970, Page 24
Nokkur meginviðhorf. Tilhögun ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu í skólum 1. Handleiðslustefna og uppeldisstarf móti í reynd fræðslu kennara og starfshætti skóla. Kennslustarf í þessum anda bygg- ist öðru fremur á nýtingu sálfræðilegrar þekkingar. Fulltrúar þessarar fræðigrein- ar krefjast því áhrifa á mótun og fram- kvæmd menntastefnu og skólastarfs. 2. Ráðgjöf og sálfræðiþjónusta, sem eru sérfræðiþættir handleiðslu í skólum, verði lögfest og samofin skóla- og menntakerfi þjóðarinnar. Þessir sérfræðilegu þættir eru: a) Sálfræðiþjónusta og sálfræðiráðgjöf í miðstöð. Sjá síðar. b) Ráðgjöf í skólunum til kennara, nem- enda og foreldra. Skólasálfræðingar, sér- kennarar, félagsráðgjafar og aðrir sér- fræðingar skólans annast ráðgjöfina. í framhaldsskólunum vinna einnig skóla- ráðgjafarað náms- og starfsleiðsögn und- ir faglegri umsjón sálfræðiráðgjafa frá miðstöð. Miðlun og tjáning eru lífæðar sálfræði- þjónustu, uppeldis- og handleiðslustarfs í skólum. Inntak þeirrar miðlunar varðar kennslu, persónuleg samskipti í skóla og utan. Sérfræðileg aðferð kunnáttumanna við miðlun er ávirkt ferli ráðgjafar af ýmsu tagi (dynamic process of counsel- ing). Allir nemendur eiga beinlínis eða óbeint rétttil ráðgjafar, sem byggð er á sérfræði- legri þekkingu og látin í té af kunnáttu- mönnum. Einkum skal þó aðstoða af- brigðilega nemendur, foreldra þeirra og kennara, svo og nemendur yfirleitt, sem ekki nýta hæfileika sína í námi eða starfi. Sálfræðiþjónusta er ráðoefandi sérfræði- legur aðili innan skólakerfisins. Hún krefst starfsöryggis og sjálfstæðis til sér- fræðistarfa innan menntakerfisins og þjóðfélagsins. MENNTAMÁL 18

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.