Menntamál - 01.02.1970, Qupperneq 27

Menntamál - 01.02.1970, Qupperneq 27
Hlutverk sálfræðiþjónustu skóla: a) Miðlun sálfræðilegrar þekkingar, fræðilegrar og hagnýtrar, innan menntunarsamfélags skólans og í þjóðfélaginu. b) Ráðgjöf (sálfræðileg, kennslufræðileg og félagsleg) til kennara, for- eldra, nemenda og fræðsluyfirvalda. Ráðgjöfin er framkvæmd marg- víslega eftir aðstæðum og þörfum, stundum veitt einstaklingum og stundum mörgum saman. c) Varnaðarstarf í þágu einstaklinga og samfélags, einkum varðandi kennslu byrjenda, leshæfi og námshæfi, geðheilsu og félagsaðlög- un. d) Rannsókn á afbrigðilegum nemendum. í miðstöð er unnið að rann- sókn einstaklinga, sinnt sálfræðilegri meðferð þeirra, foreldrum veitt- ar leiðbeiningar, gerðar tillögur til skólayfirvalda, kennara og annarra aðila. Miðstöðin er aflgjafi kennslufræðilegra og sálfræðilegra starfa í skólanum almennt, en er auk þess bakhjarl sérkennslu afbrigði- legra, leshjálpar og stuðningskennslu. Rannsókn einstakra barna er alltaf háð samþykki foreldra. e) Tilraunir, sálfræðilegar og kennslufræðilegar. Tilraunaráð í skóla- málum samþykkir val verkefna eða gerir tillögur um þau. Það sem hér er sagt um hlutverk sálfræðiþjónustu í barnaskólum á við starfsemina á öllum skólastigum. Orðalag og ein- stök verkefni bera þess hins vegar merki, að einkum er miðað við barnaskólann, þar sem þessum störfum hefur einkum verið sinnt. V________________________________________________________________________________________________________________________________________) MENNTAMÁL 21

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.