Menntamál - 01.02.1975, Page 4

Menntamál - 01.02.1975, Page 4
„TÍMARIT UM UPPELDIS- OG SKÓLAMÁL" Þetta tölublað Menntamála kemur út eftir að nokkurt hlé hefur orðið á útgáfu. Ritstjóraskipti hafa orðið við tímaritið og ætlunin er að gefa út 2-3 blöð fyrri hluta ársins 1976. Á komandi sumri verður fjárhagsgrundvöllur útgáfunnar endurskoðaður, en að sjálfsögðu hefur hann raskast í samræmi við verðbólguna í landinu. Vilji rit- stjórnar og ritstjóra er að Menntamál komi út reglulega sex sinnum á ári. Nokkur vandi er á herðum ritstjóra Menntamála hvað snertir val efnis í tímaritið. Það þarf að vera aðgengilegt til lestrar og áhugavekjandi fyrir lesendur en gæta þarf þess þó að ekki verði eingöngu um dægurefni að ræða. Lesendahópurinn er nokkuð fjölbreytilegur, en sameiginlegt einkenni er þó áhugi á uppeldis og fræðslumálum og margir starfa að þeim málum á mismunandi skólastigum. Tímaritið er að sjálfsögðu opið fyrir ritsmíðar um uppeldis og fræðslumál. Taka verður þó tillit til lengdar greina vegna stærðar ritsins og ljölbreytilegs áhuga og þarfa lesenda. Æskilegt er að Menntamál sé vettvangur fyrir skoðanaskipti og eru lesendur hvattir til að senda tímaritinu greinar og þær þurfa ekki ^llar að geta flokkast sem vís- inda- eða fræðilegar. Þankar um einstök vandamál eða frásagnir af ákveðinni reynslu eru vel þegnar. Það verður þó að vera á valdi ritstjóra hvað verður birt og hvað ekki, m.a. með tilliti til lesendahópsins í heild og mismunandi áhugasviða þeirra. Leitast verður við að gefa sem flestum hugmyndum og sjónarmiðum rúm. Auk íslenskra ritsmíða verður reynt að kynna ýmsar erlendar hugmyndir, m.a. með því að birta þýðingar og frásagnir af greinum sem komið hafa fram í öðrum lönd- um. Ábendingar um slíkt efni eru vel þegnar. Menntamál munu einnig reyna að benda lesendum á áhugavekjandi lestrarefni, íslenskt og erlent, um uppeldis- og fræðslumál. Ef unnt verður, er ætlunin að í Menntamálum verði fastur þáttur fyrir „bréf frá lesendum“ og eru lesendur hvattir til að senda línu, bæði um efni tímaritsins og önnur mál sem viðkomandi finnast áhugaverð eða vill koma á framfæri. Menntamál, eins og önnur blöð og tímarit, þurfa að vera vettvangur gagnkvæmra skoðanaskipta, annars er hætt við að það verði lesendum lítils virði. Ritstjóri. MENNTAMÁL 2

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.