Menntamál - 01.02.1975, Side 10

Menntamál - 01.02.1975, Side 10
mál sem notað er í hinu félagslega umhverfi þeirra. Þar sem uppalendur þeirra tala daglega við barnið á íslensku, lærir það að tjá sig á íslensku. Það er hinsvegar ljóst, að barnið þarf að leggja á sig nám til að uppfylla þessa kröfu. Hvernig er ætlast til að brugðist sé við þessari kröfu þegar útlendingar vilja sækja um íslenskan ríkisborgararétt? Ætlast er til að þeir geti skilið og gert sig skiljanlega á íslensku og þeir verða því að leggja hart að sér við að læra „þetta erfíða mál“. í samræmi við þetta lítur John Holt svo á að skól- inn geri margvíslegar kröfur til nemenda sinna. Það er því hluti af námi því er fram fer í skólanum (og ekki sá þýðingarminnsti) að læra hvada kröfur eru gerðar, og hvernig cetlast er til þess að brugðist sé við þeim. Þar sem hið eina rétta svar er það sem borgar sig að nefna (Holt, 1973, 32) finna börnin aðferðir til að komast að hinu rétta svari með sem minnstri fyrirhöfn. Sú lenska — að leggja ekki meira á sig en maður nauðsynlega þarf — er eðlilega ríkjandi í skólastarfinu sem og öðrum þáttum hins daglega lífs. John Holt tekur fyrir nokkrar helstu aðferðir nemenda, en þar sem of langt mál yrði að rekja allar þessar uppfinningar, leyfi ég mér að endursegja hér stutta sögu um hana Emelíu (Holt, 1973, 27) sem dæmi um slíkar aðferðir. Emelía verður að hafa rétt fyrir sér. Hún þolir ekki að hafa á röngu að standa. Hún þolir jafnvel ekki tilhugsunina um að hafa rangt fyrir sér. Þegar hún gerir skyssu, sem oft kemur fyrir, er eina leiðin að gleyma því eins fijótt og hægt er. Eðlilega viðurkennir hún það ekki fyrir sjálfri sér að hún hafi gert vitleysu. Það er nógu slæmt að aðrir skuli benda henni á það. Þegar Emelíu er sagt að gera eitthvað, gerir hún það með óttablöndnum hraða og bíður síðan eftir lausnarorðinu RÉTT eða RANGT. Ef orðið er ,,rétt“ þarf hún ekki að hugsa meir um það mál. Björn Bergsson er fæddur í Reykjavík 7. júlí 1949. Lauk prófi úr stærðfræðideild Menntaskólans að Laugarvatni vorið 1969. Lauk B.A. prófi í Félags- fræði við Háskóla íslands haustið 1972. Stundaði framhaldsnám í félagsfræði menntunar við Man- chester University 1972-1974. Réðst sem kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum haustið 1974, jafnframt því sem hann vinnur að M.A. rit- gerð um gagnfræðaskólastigið. Sé orðið hinsvegar ,,rangt“ vill hún ekki og getur einfaldlega ekki fengið af sér að hugsa meira urn það. Þessi ótti hefur orðið til þess, að Emelía beitir aðferð sem er öðrum börnum ekki með öllu ókunn. Henni er vel kunnugt um þá aðferð kennarans að spyrja helst þá sem ekki fylgjast með eða virðast ekki skilja. Henni finnst því öruggast að rétta upp höndina og veifa henni, sem sé hún óðfús að gefa svarið (hvort sem hún veit það í rauninni eða ekki). Þetta er öruggasta leiðin til að gefa til kynna að hún sé með á nótunum. Þegar einhver svarar rétt kinkar Emelía ákaft kolli til samþykkis. Stundum bætir hún jafnvel við athugasemd (þótt af rödd hennar og svipbrigðum megi ráða að henni þykir það mjög áhættusamt). Það er athyglivert að Emelía réttir þá og því aðeins upp höndina að tugur handa sé þegar á lofti. Dæmi um aðra aðferð mætti nefna t.d. þegar nemandi leggur sig fram um að skrifa ritgerð í anda kennarans til að tryggja sér góða einkunn. John Holt nefnir sjálfan sig sem dæmi um slíkt. Niðurstöður þessarar fyrstu bókar, eru þær að það séu eðlileg viðbrögð við slæmu umhverfi sem fái nemendur til að mistakast i skóla. í þessu um- hverfi, þar sem aðeins er til RÉTT eða RANGT (ekkert sem heitir „ef til vill“, „það er hugsanlegt“, „þetta er athyglisverð hugmynd“ o.s.frv.) er jafn- slæmt að hugsa til þess að maður geti gert vitleysu eins og að gera hana. Það getur haft mjög alvar- legar afleiðingar í för með sér að gefa rangt svar, gera vitleysu o.s.frv. Undir þessum kringumstæð- um er það eðlilegt að börnin finni upp aðferðir er miðist einvörðungu við það að komast hjá vandræðum (Holt, 1972, 142). Þau leita að öllum hugsanlegum upplýsingum um það hvernig hið rétta svar líti út. Gott dæmi um andsvar skólamanna við þessari „tækniþróun“ nemenda, er að finna í bók Norman E. Gronlund, GERÐ PRÓFA (1970). Boðskapur bókarinnar er í stuttu máli þessi: Gefðu eins litlar upplýsingar og hægt er og vertu þér fyllilega með- vitandi um hvaða upplýsingar þú gefur. í bók sinni ræðir Dr. Gronlund um þá nauðsyn prófsemjand- ans að vera vel á verði við samningu prófspurninga sinna svo að þær gefi enga víshendingu um hið rétta svar. Sem dæmi má taka umræður hans um krossaspurningar: „Orðalag stofnsins má ekki gefa hið rétta svar til kynna (Gronlund, 1970, 42)“- MENNTAMÁL 8

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.