Menntamál - 01.02.1975, Page 11
Það er að segja þegar stofn krossaspurningarinnar
og einn svarmöguleikinn eru svipað orðaðir, gæti
slíkt gefið glöggum nemenda vísbendingu um hið
rétta svar. Eins ef einn svarmöguleikinn er tekinn
beint upp úr bókinni. Af sömu ástæðu ber að „gera
röngu svörin eins sennileg og kostur er (Gronlund,
1972, 43), og að hafa „hlutfallslega lengd rétta
svarsins mismunandi, til þess að lengdin verði ekki
ábending um rétta svarið“ (Gronlund, 1970, 44).
Tilfellið er að í skólanum eru nemendur ekki síður
uppteknir af félagslegri stöðu sinni, en stjórnmála-
maðurinn fyrir kosningar eða popstjarnan við út-
komu nýrrar breiðskífu. Börnin gera því allt sem
í þeirra valdi stendur til þess að komast hjá vand-
ræðum og minnkandi áliti og slíkt getur vart talist
nema mannlegt. Þau geta jafnvel komist að þeirri
niðurstöðu að fyrst þau geti ekki náð fullkomnun
sé næst besti kosturinn að mistakast algerlega
minnug þess að það er engin hætta á því að velta
út úr rúminu ef sofið er á gólfínu. (Holt, 1973, 68).
Sum hver verða vísvitandi heimsk (Holt, 1973, 155),
m.ö.o. sjá þann kost vænstan að „leika heimsk-
ingja“ ekki ósvipað því er menn (sem yfírleitt voru
hæfileikamenn en vildu fara ótroðnar slóðir) léku
hirðfífl til forna.
Til lausnar leggur John Holt til að við gerum
kennsluna og námsefnið eins áhugavert og spenn-
andi og við getum (Holt, 1973, 40). Við verðum
að breyta þessu slæma félagslega umhverfi sem
skólinn er nú, í umhverfi þar sem greind nemanda
er líklegust til að þroskast best. í stað þess að auka
eftirlitið með þeim upplýsingum sem við látum
nemendum í té (sbr. umræður um bók Norman E.
Gronlund hér að framan), eigum við að gera það
að aukaatriði hvaða upplýsingar hann fékk. Aðal-
atriðið á að vera hvernig hann bregst við þessum
upplýsingum — hvernig hann notar þœr.
Athyglisvert er að strax hér ræðir höfundurinn
um greindsemferli, sem taki stöðugum breytingum.
Greind er ekki samkvæmt þessu eitthvað sem maður
fær í vöggugjöf í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna er
skólinn svo mikilvægur sem félagslegt umhverfi.
Hann getur haft úrslitaáhrif á persónu- og greind-
arþroska nemandans. í framhaldi af þessu skrifar
John Holt næstu bók sína „How Children learn“,
eða „Hvernig börn læra“. Hér, strax í byrjun,tekur
höfundur afstöðu í hinni sígildu deilu um erfðir
og umhverfi sem hann heldur æ síðan.
HVERNIG BÖRNIN LÆRA
í formála þessarar bókar segir höfundur (Holt,
1972, A, 7), að það sé á árunum áður en börnin
fara í skóla sem þau læri best. Hann heldur því
fram, að yfirleitt takist okkur best upp við að hugsa,
þegar við beitum huganum á þann hátt sem henti
okkur persónulega best.
Gjarnan er haft á orði, að við sendum börnin
í skóla til að þau læri að hugsa. Það sem gerist
allt of oft er, að í skólanum eru þau neydd til þess
að hætta að hugsa á þann hátt sem þeim er eðli-
legastur og að taka upp aðferð sem hentar þeim
illa og við sjálf notum varla. Bókin er lýsing á því
hvernig börn nota þá aðferð er þau hafa á eðlilegan
hátt tileinkað sér. Sem dæmi má taka sögu er John
Holt segir um hana Lísu (Holt, 1972, A, 31). „Lísa
er tveggja ára. Um daginn fann hún grænan kúlu-
penna og tók hann í sundur. Hann var í fjórum
hlutum. Penninn var í tveimur hlutum, fyllingin
sér og einnig hringur sem varð að koma fyrir á
milli hlutanna áður en penninn var skrúfaður
saman. í þetta sinn vantaði gorminn sem vera á
framan við fyllinguna. Ég byrjaði á að setja þetta
saman fyrir hana, en hún sagði mér að hætta.
Þolinmóð en klaufsk reyndi hún allar hugsanlegar
leiðir til að koma pennanum saman. Hún var ekki
viss um hvernig þessi hlutur ætti að lita út eftir að
búið væri að setja alla hlutana saman. Hana skorti
einnig þá þjálfun sem til þess þarf að setja pennana
saman. Aftur og aftur kom hún hlutunum í rétta
röð til þess eins að horfa á röðina riðlast aftur.
Lísa varð ekki reið né heldur gafst hún upp. Þolin-
móð og einbeitt vann hún að þessu í a.m.k. 20
mín. eða þar til henni var sagt að koma að borða“.
Þetta dæmi sýnir að ef við látum börnin í friði
geta þau náð tökum á hugmyndum auðveldar en
við flest erum tilbúin að viðurkenna. Það er þessi
ferska eðlilega aðferð við að hugsa sem er eyðilögð
þegar börnin kynnast hinni hefðbundnu kennslu-
aðferð (þar sem það hefur alvarlegar afleiðingar að
geta ekki gert hlutina rétt í fyrstu tilraun).
John Holt heldur fram að ef við myndum eiga
að kenna börnunum að tala í skólanum myndu þau
aldrei læra það. (Holt, 1972, A, 57). Við myndum
eflaust byrja á því að segja að hið talaða orð sé
byggt á hljóðum. Af því myndi leiða að öllum
börnum bæri að læra öll hljóð eigin tungumáls
áður en þau gætu byrjað að læra að tala.
An efa myndum við byrja á að gera lista yfir
MENNTAMÁL
9